is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17850

Titill: 
 • Viðskiptabankar, traust, spilling og tryggð. Mæla viðskiptavinir bankanna með sínum banka?
 • Titill er á ensku Banks, trust, corruption and loyalty
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða ímyndarstöðu viðskiptabankanna, þá sérstaklega út frá ímyndarþáttunum trausti og spillingu ásamt því að skoða tryggð í garð þeirra. Þeir viðskiptabankar sem eru til umfjöllunar í þessari ritgerð eru Íslandsbanki, Landsbankinn, Arion Banki, MP Banki og Sparisjóðirnir. Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem spurningalisti var sendur út á meðal nemenda við Háskóla Íslands ásamt samfélagsmiðlaneti höfundar.
  Settar eru fram þrjár rannsóknarspurningar í þessari ritgerð:
  1. Bera fyrrum viðskiptavinir Byr Sparisjóðs minna traust til Íslandsbanka heldur en aðrir viðskiptavinir bankans?
  2. Hvaða ímyndarþættir eru helst tengdir við viðskiptabankana?
  3. Eru viðskiptavinir líklegir til þess að mæla með sínum viðskiptabanka?
  Þegar kannað var hvort fyrrum viðskiptavinir Byr Sparisjóðs bæru minna traust til Íslandsbanka heldur en aðrir viðskiptavinir reyndist ekki munur á milli viðskiptavina. Þvert á móti þá bendir meðaltalið til þess að fyrrum viðskiptavinir Byr Sparisjóðs tengi traust frekar við Íslandsbanka heldur en þeir viðskiptavinir bankans sem hafa verið lengur í viðskiptum. Þó eru þeir svarendur sem segjast vera fyrrum viðskiptavinir Byr Sparisjóðs lítið hlutfall af svarendum.
  MP Banki er sá banki sem hefur veikustu tenginguna við þá ímyndarþætti sem metnir voru. Það bendir til þess að, í samanburði við aðra banka, sé sá banki sem tengir sig síst við atriði eins og „persónuleg þjónusta“, „traust“, „samfélagsleg ábyrgð“ og „ánægðir viðskiptavinir“. Svarendur tengdu Landsbankann við „traust“, Arion Banka við „spillingu“ og Sparisjóðina við „gamaldags“.
  Fæstir myndu mæla með sínum viðskiptabanka samkvæmt skilgreiningu Reichhelds (2003). Eru þær niðurstöður byggðar á „Net promoter score“ viðskiptabankanna. Minnihluti viðskiptavina flokkast sem auglýsendur samkvæmt skilgreiningu Reichhelds (2003).

Samþykkt: 
 • 7.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17850


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Þórarinn Hjálmarsson.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna