is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17854

Titill: 
 • Fréttir í spjaldtölvum og snjallsímum. Lestrarhneigð lesenda Kjarnans
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Kjarninn tók til starfa sumarið 2013 og er fyrsti íslenski fjölmiðillinn sem er
  sérstaklega hannaður fyrir spjaldtölvur og snjallsíma. Vegna þess að um nýjan miðil er að ræða hér á landi var leitast við að skoða lesendahneigð og mynstur notenda Kjarnans, sem á rannsóknartímabilinu var eingöngu aðgengilegur á Apple-tækin, iPad og iPhone.
  Rannsóknin byggir á megindlegri rannsóknaraðferð þar sem upplýsingar úr gagnagrunni Kjarnans voru uppistaðan í frekari rýni um notkunarmynstur lesenda.
  Niðurstöðurnar sýna að notendur Kjarnans lesa fréttatímaritið aðallega í iPad. Þá lesa iPhone-notendur Kjarnann meira yfir daginn en iPad-notendur frekar síðla dags.
  Þegar innlitin voru skoðuð með tilliti til staðsetningar efnis í blaðinu, má sjá að flest innlitin eru á fyrstu síðurnar í blaðinu, en fara fækkandi þegar lengra er haldið. Sama mynstur má sjá þegar tímalengd innlita er skoðuð en fólk virðist verja lengri tíma í fyrstu greinarnar og aðeins skemur í öftustu. Lengst virðast lesendur dvelja við leiðara, viðtöl og greinar um fjármál og viðskipti en skemmst við greinar um listir, tísku, afþreyingu, pistla og dómsmál.
  Það vekur sérstaka athygli að meirihluti innlita varir undir mínútu, sérstaklega í ljósi þess að langflestar greinar Kjarnans eru 700 – 2.000 orða langar. Hvort um er að ræða almenna skimun lesenda á textum, eða hvort lesendur hafa tilhneigingu til að staldra stutt við í einu og fara oftar inn í blöðin, fáum við ekki svör við í þessari rannsókn en þykir höfundi ekki ólíklegt að um báðar tilhneigingar sé að ræða.

 • Útdráttur er á ensku

  Kjarninn was first published in the summer 2013 and is the first newsmagazine in Iceland that is specifically designed for tablets and smartphones. Because a new media is in place, this thesis aims to research reading behaviour and trends of the magazine’s readers. During the research period, Kjarninn was only available via the Apple iOS operating systems; iPad and iPhone.
  The applied research method is quantitative, as all the information about usage and reading patterns is used for analysis and the observation is gathered from Kjarninn‘s data.
  Research show that Kjarninn‘s users, read the magazine mostly on iPad in the eveningtime, while iPhone users read the magazine during daytime.
  When looking at viewing numbers per article, in respect to the articles location, it is evident that the earlier in the magazine an article is, the greater the number of readers. It is also evident that people tend to stay longer for articles that are located earlier than others that are further in the magazine. Most of the views are of the editor’s letters, interviews, finance and business subjects while fewest are on art, fashion and other leisurely subjects.
  It is interesting to see that most views are shorter than one minute, and even though most of Kjarninn's articles are between 700 and 2.000 words. Whether this means people are screening the articles or are repeatedly entering them and reading often but for shorter each time, is hard to confirm in this review but it might be rational to conclude that both patterns apply.

Samþykkt: 
 • 7.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17854


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_MariaSkuladottir_.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna