is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17859

Titill: 
  • „Bæn til Guðs lífs míns“ (Slm 42.9). Mikilvægi harmsálmanna í Biblíunni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flestir Davíðssálmanna, eða um þriðjungur þeirra, eru flokkaðir sem harmsálmar. Í þessari ritgerð verður hugað að uppbyggingu sálmasafnsins með áherslu á stöðu harmsálmanna innan þess og sýnt fram á mikilvægi þeirra, sem margir telja vanmetið. Farið verður yfir helstu einkenni harmsálma einstaklings og sálmar 42-43 ritskýrðir í því ljósi.
    Margir velta fyrir sér hvað svona neikvæðir textar séu að gera í Biblíunni, hvort það teljist ekki til sjálfsvorkunnar eða guðlasts að leggja örvæntingu sína og sársauka fram fyrir Guð. Fræðimenn hafa hinsvegar bent á mikilvægi harmsálmanna fyrir menningu okkar og trúarlíf, ekki síst við úrvinnslu þeirra áfalla sem við verðum fyrir í lífinu, auk þess sem þeir stuðla að gagnkvæmum samskiptum milli Guðs og manna. Fólk er talið hafa tilhneigingu til að sneiða vísvitandi hjá þessum sálmum og tekur Walter Bruggemann (f. 1933) svo djúpt í árinni að segja það skaðlega vanrækslu.
    Í harmsálmunum er lýst harmi sem snýst á endanum í lofgjörð. Skáldið kemur vanlíðan sinni í orð, lýsir aðstæðum sínum og biður Guð um að breyta þeim til batnaðar. Oft eru góðar minningar rifjaðar upp til hughreystingar og til að glæða von. Gefið er í skyn hvað veldur harminum, til dæmis fjandmenn, veikindi eða dauðinn. Þessi tjáning leiðir til fullvissu um bænheyrslu, því er trúað að Guð muni grípa inn í aðstæðurnar, skáldið öðlast þannig von og heitir því að syngja Guði lof. Þetta ferli harmsálmanna er góður leiðarvísir fyrir uppgjör erfiðra aðstæðna og sorgarlétti. Harmsálmarnir eru því mikilvægir í störfum þeirra sem annast sálgæslu, auk þess sem áhrifa þeirra gætir í skáldskap, eins og hjá sr. Hallgrími Péturssyni (1614-1674) og sr. Valdimari Briem (1848-1930).

Samþykkt: 
  • 7.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17859


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þuríður Anna Pálsdóttir.pdf650.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna