is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17860

Titill: 
  • Vesturkot hrossarækt. Vörumerkjaímynd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vörumerki fyrirtækja er ein verðmætasta eign þeirra í dag. Þau geta haft úrslitaáhrif á það hvort neytandinn kaupi ákveðna vöru eða þjónustu. Flest vörumerki bera ákveðna ímynd í huga neytenda. Forsvarsmenn vörumerkjanna þurfa að vera meðvitaðir um hvort sú ímyndin sé jákvæð eða neikvæð og hvort hún sé sú sama og þeir kjósa. Í þessu verkefni verður skoðað vörumerkið Vesturkot hrossarækt, hér eftir nefnt Vesturkot, og er markmiðið að skoða hvort vörumerkjaímynd þess sé sú sem eigendur telja hana vera. Fyrstu kaflarnir snúa að fræðilegri umfjöllun um markaðsfærslu, ímynd og vörumerkjaímynd. Þar á eftir tekur við kafli sem snýr að vörumerkinu sjálfu, Vesturkoti. Loka kaflinn er síðan rannsóknarkafli en gerð var bæði megindleg rannsókn sem og eigindlegt viðtal. Tekið var viðtal við forsvarsmann Vesturkots, Finn Ingólfsson.
    Helstu niðurstöður voru þær að viðskiptavinir Vesturkots bera sömu ímynd í huga sér og Vesturkot hafði vonast eftir. Viðskiptavinir Vesturkots telja að fyrirtækið sé með afburða hross, hross með gott geðslag, að Vesturkot sé snyrtilegur staður, að þar sé beitt fagmannlegum vinnubrögðum og boðið sé upp á góða þjónustu.

Samþykkt: 
  • 7.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17860


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil.pdf2.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna