is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17868

Titill: 
 • Ákvörðunarstíll íslenskra neytenda
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hvert er hugarástand þitt þegar þú stendur frammi fyrir vali á vöru? Svarið við þessari spurningu kann ekki að hafa mikil áhrif á okkur sem almenna neytendur, en markaðsfólk og fræðimenn á sviði neytendarannsókna hafa mikinn áhuga á að vita svarið við henni.
  Það er draumur hvers markaðsmanns að geta flokkað neytendur í aðgreinda hópa til að auðvelda markaðssetningu og markaðshlutun. Á sama hátt er það draumur hvers fræðimanns að búa yfir þekkingu á þeim rannsóknartólum sem gerir okkur kleift að sjá inn í huga fólks og álykta varðandi kauphegðun út frá niðurstöðum.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hver ákvörðunarstíll íslenskra neytenda er, en til þess þarf samkvæmt skilgreiningu að athuga hvert hugarástand fólks er þegar það tekur ákvörðun um val á vöru. Rannsóknarspurningin er því: Hver er ákvörðunarstíll íslenskra neytenda? Til að komast að því var spurningalisti sem var samsettur úr tveimur öðrum spurningalistum lagður fyrir 323 þátttakendur. Hinir spurningalistarnir hafa verið lagðir fyrir í mörgum mismunandi löndum.
  Rannsókn af þessu tagi hefur ekki verið framkvæmd á Íslandi áður og ætti því að gefa góða innsýn inn í hugarheim íslenskra neytenda þegar þeir standa frammi fyrir vali á vöru. Niðurstöður sýna að íslenskir neytendur eru í heild sinni kröfuharðir og vörumerkjahollir neytendur. Þegar lýðfræðilegir þættir eru teknir með í reikninginn kemur í ljós að töluverður munur er á milli mismunandi hópa eftir aldri, tekjum, menntunarstigi og hvort fólk á börn eða ekki. Mestan mun mátti sjá á konum og körlum sem neytendum. Konurnar versla sér til ánægju og halda sig við þau vörumerki og þær verslanir sem þær þekkja og hafa ákveðið að henti þeim. Þær vilja ekki fá óþarfa upplýsingar um vörurnar sem þær kaupa því það ruglar þær. Svona vitneskja getur haft víðtæk áhrif á markaðsstarf íslenskra fyrirtækja. Að þekkja þarfir viðskiptavina sinna, vita hvað það er sem stýrir þeim í átt að kaupum og geta komið til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig er lykilinn að góðu markaðsstarfi.

Samþykkt: 
 • 7.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17868


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ákvörðunarstíll íslenskra neytenda MS ritgerð María Björk Ólafsdóttir.pdf874.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna