is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17872

Titill: 
 • Konur og vímuefnasýki: Einkenni og þróun sjúkdóms
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Vímuefnasýki kvenna fer ört vaxandi í heiminum í dag. Konur glíma jafnframt við fleiri vandamál sem tengjast líkamlegum, sálrænum og félagslegum þáttum en karlar þegar vímuefnasýki er annars vegar.
  Heimildarritgerð þessi er lokaritgerð til BA prófs við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og fjallar um konur og vímuefnasýki . Sérstaklega verður fjallað um einkenni vímuefnasýki hjá konum og þróun sjúkdómsins ásamt líkamlegum, sálrænum og félagslegum einkennum sem konur glíma við í neyslunni. Fjallað verður um helstu kenningar ásamt fræðilegri umfjöllun um áfengi og vímuefni. Í lokin verður fjallað um konur og meðferð. Markmiðið með ritgerðinni er að auka þekkingu fólks á vímuefnasýki kvenna, þróun vímuefnasýkis og neyslu.
  Við vinnslu ritgerðarinnar var notast við ritrýndar greinar og bækur ásamt því að rannsóknir um málefnið voru skoðaðar.
  Helstu niðurstöður voru þær að konur þróa með sér vímuefnasýki hraðar en karlar þrátt fyrir að þær byrji almennt seinna að neyta vímuefna en þeir. Konur drekka minna en karlar að jafnaði og styttri tími er frá því að þær byrja að drekka og þar til þær eru komnar í meðferð. Vímuefnasýki kvenna einkennist af þunglyndi, kvíða, sektarkennd og skömm. Konur sem haldnar eru vímuefnasýki eru oft með brotna sjálfsmynd þegar þær koma til meðferðar og þurfa á sérstakri þjónustu að halda til að vinna á líkamlegum, sálrænum og félagslegum vandamálum eftir neyslu.

Samþykkt: 
 • 7.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17872


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Guðrún Ósk yfirfarið-lokaskil-pdf.pdf739.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna