is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17876

Titill: 
  • Staða heimilislausra mæðra á Íslandi í dag. Vandamál, úrræði og þjónusta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Heimilislausum einstaklingum fer fjölgandi hér á landi. Þetta eru einstaklingar á öllum aldri, með ýmsa menntun, reynslu og sögu. Staða heimilislausra mæðra og barna þeirra hefur lítið sem ekkert verið skoðuð á Íslandi. Heimilislausar mæður og börn þeirra virðast vera ósýnlegur hópur í samfélaginu. Samkvæmt íslenskum upplýsingum eru heimilislausir einungis karlar eða konur ekki mæður eða feður. Árið 2012 voru hagir og fjöldi heimilislausra kortlagðir hér á landi. Þar var greint frá því að konur væru alls 64, aldrei kom fram hversu margar af þessum konum ættu börn. Tilgangur þessarar BA-ritgerðar er að skoða stöðu heimilislausra kvenna á Íslandi þá sérstaklega stöðu mæðra. Fjallað verður um hin ýmsu vandamál sem þær glíma við. Þau eru meðal annars áfengis- og fíkniefnaneysla, geðræn vandamál og auk þess upplifa mæður mikið áfall þegar börnin eru tekin af þeim. Á Íslandi býr ekkert barn með heimilislausri móður. Það býr hjá föður, ættingjum eða er sent í fóstur á vegum barnaverndar. Heimilislausar mæður finna fyrir miklum fordómum í sinn garð. Þær hafa brugðist hlutverki sínu sem móðir og það virðist vera viðurkenndara í samfélaginu að vera forsjárlaus faðir heldur en að vera forsjárlaus móðir. Við þetta fá þær neikvæðan stimpil á sig og eru útskúfaðar úr samfélaginu. Mæðurnar eru þjarkaðar af samviskubiti, sorg og vonbrigðum yfir því að hafa ekki staðið sig. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar sýndu að staða heimilislausra mæðra er mjög veik á Íslandi. Ekkert úrræði er sérstaklega fyrir mæður en heimilislausar konur geta farið í neyðarathvarf sem er eingöngu ætlað konum og heitir Konukot. Úrræðin sem eru til staðar í Reykjavík einblína aðeins á kyn einstaklinganna.

  • Útdráttur er á ensku

    Homeless people are a growing population in Iceland. Homeless people in Iceland have different backgrounds and they come from all ages with various education, experience and history. The status of homeless mothers and their children have barely been examined in Iceland. Homeless mothers and their children seem to be invisible group in the society of Iceland. According to local information homeless people are only male or female, not mothers or fathers. In 2012 research showed that the homeless females were total 64, it was never revealed how many of these females had children. The purpose of this bachelor essay is to examine the status of homeless women in Iceland, particularly the status of homeless mothers. This essay will discuss the various problems they face. They include alcohol and drug abuse, mental health problems and mothers also experience a shock when the children are taken from them. In Iceland there is no child with a homeless mother, the child is with their father, relatives or is in foster care. Homeless mothers experience much prejudice and discrimination because of their situation. They have failed in their role as a mother and it seems to be a recognition in Iceland to be absence father than absence mother. Because of that homeless mothers get negative labeling from their self and the society. The mothers have a lot of guilt, sadness and disappointment over not fulfilling their role as a mother. The conclusion showed that position of homeless mothers is very weak in Iceland. There are no solutions for homeless mothers per se. But they can go to shelter for homeless women called Konukot. The solutions in Reykjavík only focus on the gender of the individuals.

Samþykkt: 
  • 7.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17876


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hanna Rún Smáradóttir- BA-ritgerð félagsráðgjöf -pdf.pdf436.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna