is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17879

Titill: 
  • Að prjóna saman samfélag. Hlutverk og gildi handverks eftir bankahrunið árið 2008
  • Titill er á ensku Knitting a community. The function and validity of handicraft after the economic collapse in 2008
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er því lýst hvernig bankahrunið á Íslandi í október 2008 olli tímabundinni viðhorfsbreytingu til handverks. Mikil umfjöllun um fyrirbærið varð áberandi og hluti þjóðarinnar stundaði það af miklum móð. Hér er leitað svara við því hvað þessi sveifla táknaði í hugum fólks en handverkið virtist gegna bæði hagnýtu hlutverki og táknrænu. Eru þeir þættir skoðaðir út frá kenningum um sviðsetningu, menningararf, goðsögur og auðmagn. Hagnýti þátturinn birtist í að nota handverkið til að afla tekna og skapa sér atvinnu, til að róa hugann á óróleikatímum og nýta tímann sem skapaðist þegar fólk varð atvinnulaust eða neyddist til að minnka við sig vinnu.
    Handverkið gegndi líka táknrænu hluverki. Það var til marks um og sýndi vel hina gagngeru umbreytingu sem fólk trúði að hér hefði orðið við hrunið. Með handverkinu sýndi þjóðin að neyslan, sem einkenndi góðærið, tíðkaðist ekki lengur. Nú var lögð áhersla á nýtni og endurnýtingu. Nokkuð bar á umræðu um hlutverk handverks sem menningararfs og verndun hans og birtist það ekki hvað síst í þeim þunga sem lagður var á að velja íslenska vöru til að skapa atvinnu og tekjur. Var í því samhengi dregin upp mynd af fjöldaframleiddum munum frá Asíu sem andstæðu þeirrar gæðavöru sem búin væri til á Íslandi.
    Handverkið og þau gildi sem það stóð fyrir voru einnig sögð vera til marks um hvernig konur þyrftu að hreinsa upp óreiðu karlmanna en ekki síður hvernig gömul gildi voru hafin til vegs og virðingar á ný eftir áralanga gleymsku. Umræða um gömlu gildin sýndi að þau höfðu margs konar merkingu en á meðal þeirra voru heiðarleiki, nægjusemi, æra og iðjusemi. Í rannsókninni er þeirri spurningu velt upp hvort handverkið hafi haft hlutverki að gegna við mótun nýrrar sjálfsmyndar þjóðarinnar eftir það áfall sem hrunið var og hvort sjálfsmyndin hafi tekið varanlegum breytingum.

Samþykkt: 
  • 7.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17879


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að prjóna saman samfélag.pdf963.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna