is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17880

Titill: 
  • Og við byrjum á fótbolta. Íþróttaumfjöllun í sjónvarpi á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með rannsókninni var að komast að því hvort að mikill munur væri á íþróttaumfjöllun ríkisfjölmiðils (RÚV) annars vegar og einkarekins fjölmiðils (Stöð 2 - 365 ehf) hins vegar. Ef svo væri, var tilgangur rannsóknarinnar sá, að varpa ljósi í hverju mismunurinn liggur og einnig að leitast við að útskýra hvers vegna hann sé til staðar. Megindleg rannsókn var gerð á íþróttafréttum sem birtust í sjónvarpi í september og október, árið 2013. Fréttirnar voru flokkaðar eftir íþróttagreinum, hvort að þær væru frá innlendum eða erlendum markaði og hvort að umfjöllunin snérist um íþróttir karla eða kvenna. Þrjár vinsælustu boltaíþróttirnar voru einnig sérstaklega skoðaðar og bornar saman við aðrar íþróttagreinar.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að íþróttafréttir RÚV séu alla jafna fjölbreyttari en hjá Stöð 2.
    Knattspyrna, handbolti og körfubolti eru mjög áberandi í sjónvarpsfréttum beggja stöðva og þar er knattspyrnan í ákveðnum sérflokki. Fjölbreytnin er hlutfallslega meiri á RÚV og íþróttafréttir af konum fá sömuleiðis meira vægi. RÚV hefur öðrum skyldum að gegna en einkarekinn fjölmiðill og ber að skoða niðurstöðurnar með það í huga.

Samþykkt: 
  • 7.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17880


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Og vid byrjum a fotbolta_Benedikt Gretarsson.pdf873.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna