is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17881

Titill: 
 • Gestgjafinn: Efnisskrá 2011
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Efnisskrá þessi er unnin sem lokaverkefni til BA prófs í bókasafns- og upplýsingafræði. Skráin inniheldur lyklaðar bókfræðifærslur fyrir allar uppskriftir í 2011 árgangi tímaritsins Gestgjafanum.
  Tilgangur skráningarinnar er að gera allar uppskriftir ritsins aðgengilegar og auðvelda notendum að nálgast þær bæði fljótt og örugglega. Í inngangi er farið yfir aðdraganda og tilgang verkefnisins, ásamt því að verkefninu er lýst lítillega. Sagt
  er stuttlega frá tímaritinu Gestgjafanum, stofnun þess og útgáfu. Útskýrt er í stuttu málið hvað það er sem felst í lyklun.
  Í kaflanum um uppbyggingu og gerð skrárinnar er að finna leiðbeiningar um notkun hennar ásamt dæmum um uppsetningu og útlit færslna.
  Allra heimilda sem notaðar voru við vinnslu verkefnisins er getið í heimildaskrá.
  Skrárnar eru fjórar og skiptast í aðalskrá og þrjár hjálparskrár: efnisorðaskrá, nafnaskrá og titlaskrá. Aðalskráin inniheldur samtals 267 bókfræðilegar færslur.
  Við hverja færslu kemur fram nafn umsjónaraðila, titill greinar, undirtitill (ef við á), ábyrgðaraðild, tölublað, árgangur og blaðsíðutal ásamt efnisorðum sem lýsa uppskriftunum sem er að finna í greininni, neðst kemur svo upptalning á
  ábyrgðaraðilum ásamt einstaklingum, hópum og fyrirtækjum svo sem veitingastöðum sem gefa uppskriftir. Færslunum er raðað í stafrófsröð og gefið númer frá 1 til 267 sem vísað er til í hjálparskránum. Efnisorðaskráin inniheldur öll þau efnisorð sem er að finna í aðalskránni, nema mannanöfn, nöfn veitingastaða og fleira sem er að finna í nafnaskrá. Efnisorðunum er raðað í stafrófsröð og undir hverju efnisorði eru skráðar þær uppskriftir sem tengjast því.
  Allar skrárnar eru útskýrðar með dæmum og skýringum.

Samþykkt: 
 • 7.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17881


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gestgjafinn_Efnisskrá_2011_BA_HSB.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna