is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17883

Titill: 
  • „Kyngervisútlagar.“ Kyngervi, kvenleiki og karlmennska skoðuð útfrá kvenkyns vaxtarræktar keppendum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni ,,Kyngervisútlagar“ kyngervi, kvenleiki og karlmennska skoðuð útfrá kvenkyns vaxtarræktar keppendum, er reynt að sýna fram á tengingu líkamans og kyngervis. Skoðað er hvernig kvenlíkaminn birtist innan fjölmiðla flæðis vestrænna landa og hvernig áhrif það hefur á skilning kvenna almennt um kynvitund sína. Til samanburðar við þau ráðandi viðmið vestrænna menninga um kvenleika urðu vaxtarræktar konur þar fyrir valinu. Í ritgerðinni er sýnt fram á tengingu ráðandi hugmynda um kyngervi við vöðvamikla líkama kvenkyns keppanda í vaxtarrækt. Ástæðan fyrir því að sá menningarhópur var valinn til samanburðar var sá að vaxtarrækt kvenna er talin ein róttækasta mótstaða við staðalmyndum um kvenlíkamann og hvernig hann er talinn eiga að vera til að teljast kvenlegur. Innan vaxtarræktar keppna IFBB er kvenleiki einn af þeim þáttum sem kvenkyns keppendur eru dæmdir fyrir. Í samhengi við það var hugtak Judith Butler (1988) um kyngervi sem gjörning og kyngervi sem félags- og menningarlega búið til af einstaklingum skoðað í tengingu við það hvernig vaxtarræktar konur standa frammi fyrir því verki að leika kyngervi sitt og kvenleika á sviði og almennt. Niðurstaða ritgerðar var sambærileg þeim kenningum sem fjalla um félags- og menningarlega tilkomu kyngervis og kynvitundar.

Samþykkt: 
  • 7.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17883


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.ritgerd.Ingibjorg.Magnusdottir. (1).pdf464.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna