Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17885
Það eru þrjár megin spurningar sem leitað er svara við í þessari ritgerð. Í fyrsta lagi hvernig tengist ný safnafræði breytingum innan listheimsins á síðustu áratugum? Í öðru lagi hvernig endurspeglast lýðræðisumræða og –væðing síðustu áratuga í safnastarfi og samtímalist? Og í þriðja og síðasta lagi hver er munurinn á þeim möguleikum sem söfn annars vegar og listamenn hins vegar hafa til framsetningar ögrandi nálgunar innan veggja safna?
Nálgunin byggir meðal annars á endurliti höfundar á eigin reynslu sem fyrrverandi starfsmaður Listasafns Reykjavíkur. Skurðpunktinn sem verður milli starfsemi safns og framsetningar listar þegar listamenn takast á við safnið sem stofnun verður skoðaður. Hvort sem myndlistarmenn eru að takast á við rýmislega innviði stofnunar, safnkostinn, fræðslustarfsemina eða skapa svið eða vettvang fyrir starfsemi sem alla jafna fer ekki fram í söfnum.
Megin niðurstaðan er sú að tengsl nýrrar safnafræði og samtímalistar virðast byggja á stöðugri víxlverkun þar sem listin sækir innblástur til safna og öfugt þó nálgunin eigi oft uppruna sinn í gagnrýni myndlistarmanna á safnið sem stofnun. Safnið er tilraunastöð á mótum hins listræna og hins félagslega. Greiningin á reynslu minni á Listasafni Reykjavíkur sýnir að Listasafnið átti auðvelt með að taka til sýningar verk sem ögra venjubundnum ramma listaverka.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ak ritgerd loka.pdf | 916,84 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |