is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17886

Titill: 
  • „Þetta er svona á kantinum.“ Reynsla náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum Akureyrar af lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum Akureyrar af 23. grein jafnréttislaga, um menntun og skólastarf, með sérstakri áherslu á kynbundið náms- og starfsval. Í lagagreininni eru tilgreindar skyldur skólanna sem menntastofnanna þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Sjö náms- og starfsráðgjafar tóku þátt í rannsókninni og fór gagnasöfnun fram með einstaklingsviðtölum. Grunnskólar Akureyrar hafa allir sett sér aðgerðabundnar jafnréttisáætlanir og því má ætla að þeir standi framarlega í jafnréttismálum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda hins vegar til þess að grunnskólarnir á Akureyri séu ekki markvisst að sinna lögboðinni jafnréttisfræðslu. Náms- og starfsfræðsla virðist sitja á hakanum og vinna með kynbundna starfshugsun nemenda kemst varla að vegna anna við önnur verkefni. Tímaleysi, skert stöðuhlutfall og takmarkað samstarf við kennara eru hindranir sem náms- og starfsráðgjafar mæta í starfi ásamt neikvæðum viðhorfum til jafnréttismála. Jafnréttisáætlanir skólanna, sem eru vel unnar og vandaðar, virðast máttlitlar þegar kemur að framkvæmd. Áætlanirnar einar og sér duga ekki til að skólarnir uppfylli lagalegar skyldur sínar. Ef áhugi, vilji og jákvæð viðhorf stjórnenda og starfsfólks til kynjajafnréttis eru ekki til staðar komast jafnréttismálin ekki á dagskrá.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17886


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þetta er svona á kantinum_Arnfríður Aðalsteinsdóttir.pdf664.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna