is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17888

Titill: 
  • Auglýsingasmárit Símans: Skráning á útgefnu auglýsingasmáprenti til ársins 2005
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér má finna skráningu á útgefnum auglýsingasmáritum frá Pósti og síma, Landssímanum og Símanum fram til ársins 2005. Þetta eru þau smárit sem voru að finna í skjalasafni Símans en þau hafði bókasafn Pósts og síma, Landssímans og Símans haldið utan um. Ritin voru flokkuð niður eftir útgefanda og efni, þeim pakkað niður í 22 arkir í þremur öskjum þannig að þau væru tilbúin til flutnings í geymslu hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Gerðar voru þrjár geymsluskrár, efnisskrá, atriðsorðaskrá og titlaskrá.
    Í inngangi er farið yfir aðdraganda verkefnisins. Svo kemur stutt yfirlit yfir sögu Símans. Þá kemur kafli sem lýsir verklagi við vinnslu verkefnisins. Síðan er farið yfir leiðbeiningar fyrir hverja skrá fyrir sig. Allar heimildir eru skráðar í heimildaskrá.
    Í geymsluskrám er að finna upplýsingar um skjalaflokk, ártal, efnisflokk og innihald arkanna. Í efnisskrá eru 233 færslur fyrir útgáfuritin þar sem eru upplýsingar um útgefanda, titil, upplýsingar um útgáfustað og –tíma, umfang, form og innihald. Þá koma efnisorð til að lýsa innihaldi ritsins og loks vísun í staðsetningu í geymsluskrá. Í atriðsorðaskrá koma fyrir þau efnisorð sem eru í efnisskránni ásamt efnisflokkum, þeim er raðað í stafrófsröð með vísunum í færslu í efnisskrá og staðsetningu í geymsluskrám. Loks kemur titlaskrá þar sem titlum er raðað í stafrófsröð með vísun í færslu í efnisskrá og staðsetningu í geymsluskrá.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17888


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Siminn_Auglysingarit_Skraning.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna