Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17889
Ebenezer Henderson kom til Íslands á árunum 1814 - 1815 og skrifaði afar áhugaverða Ferðabók um upplifanir sínar, þar sem hann dásamar landslag Íslands þegar undur náttúrunnar ber fyrir augu hans. Hvort sem það er Geysir, Surtshellir eða gamlar minningar um eldgos þá virðist sköpunarstefið ávallt vera ofarlega í huga hans. Aðal umfjöllunarefni verkefnisins verður rannsókn á því hvernig Henderson notar biblíutexta í Ferðabók sinni og hvaða textar það eru sem koma helst við sögu og hvaða lærdóm megi draga af því. Einnig verður sköpunarstefið kannað vegna fjölbreytileika og áhuga Hendersons á náttúrunni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Gullni ljóminn kemur úr norðrinu.pdf | 417.66 kB | Lokaður til...20.09.2049 | Heildartexti | ||
Skemman_2014.pdf | 17.15 kB | Lokaður | Yfirlýsing |