en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1788

Title: 
  • Title is in Icelandic Heilsuvernd á vinnustað: Áhættuþættir í skrifstofurými
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Gott vinnuumhverfi hefur áhrif á heilsu, öryggi og afköst vinnandi einstaklinga. Á Íslandi hafa verið sett lög um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (nr. 46/1980) til að tryggja gott vinnuumhverfi fyrir alla. Þessum lögum er ætlað að tryggja starfsumhverfi sem er öruggt og heilsusamlegt og í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu. Vinnueftirlit ríkisins er sú stofnun sem á að sjá til þess að fyrirtæki fari eftir þessum lögum. Því er ætlað að stuðla að öruggu og heilsusamlegu starfsumhverfi og markvissu forvarnarstarfi með vinnustaðaeftirliti, sérhæfðri þjónustu, rannsóknum og fræðslu. Til þess að tryggja það þarf að huga að mörgum þáttum t.d. staðsetningu verkstöðva, uppröðun búnaðar, vinnustól vinnuborði, innilofti og birtu. Markmið verkefnisins var að draga fram þá þætti sem geta valdið heilsutjóni í vinnuumhverfi 12 einstaklinga sem vinna saman í skrifstofurými. Til að leiða verkefnið var sett fram rannsóknarspurning. Hvaða áhættuþættir leynast í starfsumhverfi 12 einstaklinga sem vinna saman í skrifstofurými? Með því að þekkja áhættuþætti starfsins er hægt að bæta starfsumhverfið, veita starfsmönnum fræðslu um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað og þar með fyrirbyggja hugsanlegt heilsutjón af völdum vinnuumhverfis. Beitt var tilviksathugun þar sem margar mismunandi aðferðir voru notaðar við gagnaöflun og lýsandi tölfræði við gagnagreiningu. Niðurstöður sýndu að ýmislegt væri gott í umhverfinu og enginn starfsmaður í mikilli áhættu gagnvart vinnutengdum álagsmeiðslum. Þó voru þættir sem ekki voru samkvæmt stöðlum um heilsusamlegt umhverfi þar ber helst að nefna að mengandi vélar eins og ljósritunarvél og prentari voru ekki í sérrými og engin staðbundin loftræsting var fyrir tækin.

Description: 
  • Description is in Icelandic Verkefnið er lokað til júlí 2008
Accepted: 
  • Jul 28, 2008
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/1788


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
heilsuvernd á vinnustað.pdf2.57 MBOpen"Heilsuvernd á vinnustað"-heildPDFView/Open