is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1789

Titill: 
  • Hvað ungur nemur, gamall temur : upplifun af samskiptum kynslóða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru skoðaðar skipulagðar heimsóknir milli leikskóla og dvalarheimilis á Akureyri þar sem börn og aldraðir tóku þátt í sameiginlegri iðju. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort og þá hvaða áhrif skipulögð samskipti aldraðra íbúa á dvalarheimili og leikskólabarna höfðu á þátttakendur. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð til að svara rannsóknarspurningunni: Hver er upplifun þátttakenda af skipulögðum samskiptum leikskólabarna og aldraðra á dvalarheimili? Þátttakendur voru valdir með markvissu úrtaki úr hópi þeirra einstaklinga sem komu að heimsóknunum með einum eða öðrum hætti. Gerðar voru fjórar þátttökuathuganir og tekin þrettán viðtöl við íbúa dvalarheimilisins, starfsmenn leikskólans og dvalarheimilisins auk foreldra barnanna. Gögnin voru kóðuð og greind í þemu og við úrvinnslu gagnanna komu í ljós tvö þemu en þau voru: (1) Ánægja við sameiginlega iðju; (2) Trú á eigin getu. Niðurstöður sýndu að ánægja var með samskipti kynslóðanna hjá öllum þátttakendum. Börnin gáfu íbúum kærkomna tilbreytingu og augljóst var að sumar athafnir, svo sem laufabrauðsgerð, höfðu meira gildi fyrir þátttakendur en aðrar. Afar misjafnt var hversu virkir íbúar dvalarheimilisins voru við undirbúning og framkvæmd heimsóknanna. Með samskiptunum öðluðust börnin þekkingu og reynslu sem endurspeglaðist í auknu öryggi þeirra við að umgangast aldraða.

Samþykkt: 
  • 28.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1789


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samskipti kynsloda.pdf5.41 MBOpinnPDFSkoða/Opna