is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17890

Titill: 
  • Lyklun barnabókmennta í þágu lestrarhvatningar
  • Titill er á ensku Indexing children´s literature for reading motivation
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í notkun barnabókmennta í grunnskólum, einkum með tilliti til lestrarhvetjandi starfs. Einnig var stefnt að því að rannsóknin leiddi í ljós hvaða leitarþættir þurfi að vera í rafrænum lykli að íslenskum barnabókum til þess að hann nýtist í grunnskólastarfi. Greint er frá áhugaleysi ungs fólks á lestri og umfjöllun fræðimanna um lestrarhvetjandi skólastarf. Sagt er frá sögu flokkunar og lyklunar fagurbókmennta og dæmi tekin af lyklunarstarfi hér og erlendis. Rannsóknin var unnin með eigindlegri aðferð. Opin viðtöl voru tekin við átta einstaklinga; fimm grunnskólaskennara, einn háskólakennara og tvo starfsmenn almenningsbókasafna. Helstu niðurstöður benda til að þrátt fyrir víðtækt áhugaleysi ungs fólks á bóklestri séu barna- og unglingabækur vannýttar í lestrarhvetjandi starfi skólanna. Meginskýringin er líklega sú að kennaranemar og kennarar eiga lítinn sem engan kost á námi sem tengist barnabókmenntum. Einnig eru upplýsingaveitur um barnabókmenntir mjög af skornum skammti. Rannsóknin gefur vísbendingu um að bókasöfnin gætu lagt lestrarhvatningarstarfi grunnskólanna lið með því lykla barnabækur og opna efnisaðgang að þeim á netinu. Í niðurstöðunum er að finna tilmæli um hvaða leitarþættir þurfi að vera í rafrænum barnabókalykli til þess að hann nýtist í grunnskólastarfi. Auk þess eru ábendingar um leiðir til að kynna hann fyrir skólasamfélaginu. Niðurstöðurnar um leitarþætti hafa verið prófaðar við lyklun þrettán barnabóka. Rannsóknin getur gagnast sem fyrst áfangi í smíði rafræns lykils að barna- og unglingabókum.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this study was to acquire insight into the usage of children’s books in elementary schools, especially regarding activities intended to motivate reading. Another aim was to establish which search parameters are necessary for an electronic index to Icelandic children's books in order to be useful to elementary schools. The thesis reports young people’s lack of interest in reading; and surveys scholarly discourse about reading motivation in schools. A history of classification and indexing of fiction is provided; as well as domestic and foreign examples of indexing. The study was qualitative. Open-ended interviews were conducted with eight subjects: five elementary school teachers, a university teacher and two public library employees. The main conclusions suggest that despite widespread lack of interest in reading books among youths, books for children and teens are underutilised in the efforts of schools to improve literacy. The key reason for this is most likely that teachers, and students studying teaching, have insufficient access to education related to children's literature. Sources of information regarding children’s books are also very limited. This study indicates that libraries could support school reading incentives by indexing children’s books and providing internet content access leading to those books. The conclusions include recommendations on which search elements are necessary for an electronic children's book index for it to be useful to elementary schools. In addition, there are suggestions on how to introduce such an index to the school community. The conclusions regarding search parameters have been tested by the indexing of thirteen children's books. This study can serve as the first step in the creation of an electronic index of books for children and young adults.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17890


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lyklun_GudlaugR.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna