is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1790

Titill: 
  • Áhrif umhverfis á þátttöku í daglegu lífi : sjónarhorn einstaklinga með mænuskaða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur. Annars vegar að afla þekkingar á sjónarhorni fólks með mænuskaða á umhverfi sínu og því hvaða þættir hamla þátttöku þess í daglegu lífi. Hins vegar að kanna notagildi íslenskrar þýðingar og staðfæringar á matslistanum Mat á umhverfisþáttum (Craig Hospital Inventory of Environmental Factors). Rannsóknin byggir á megindlegri rannsóknaraðferð með tölfræðilegum niðurstöðum. Einnig var eigindlegra upplýsinga aflað í rýnihópaviðtali til að fá nánari útskýringar á niðurstöðum megindlegs hluta. Þátttakendur í megindlegum hluta voru 24 meðlimir í Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM) 18 ára og eldri. Að fengnum niðurstöðum voru sex þátttakendur valdir með hentugleikaúrtaki til að taka þátt í rýnihópaumræðu um efnið. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að helstu hindranir sem þátttakendur tilgreindu tengjast efnislegu umhverfi s.s. ýmsum þáttum í náttúrunni og skipulagi og hönnun bygginga og rýmis. Aðrar helstu hindranir tengjast þjónustu og aðstoð ásamt stjórnsýslulegum þáttum. Má þar nefna aðgengi að samgöngum og farartækjum, skort á hjálpartækjum og búnaði ásamt stefnu stjórnvalda. Marktækur munur var á heildarskori þátttakenda eftir aldri, búsetu og kyni þar sem þátttakendur á aldrinum 48 – 57 ára og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu tilgreina færri hindranir en aðrir. Þar að auki tilgreina karlar meiri hindranir sem tengjast stjórnsýslu heldur en konur. Niðurstöður í tengslum við notagildi matslistans Mat á umhverfisþáttum gefa til kynna að einfalda megi uppsetningu og skipulag hans til að auðvelda fólki að fylla hann út. Innri áreiðanleiki íslenskrar þýðingar matslistans er 0,947 sem telst mjög gott. Rannsóknin varpar ljósi á reynslu einstaklinga með mænuskaða á áhrifum umhverfis á þátttöku í daglegu lífi og getur nýst við skipulag og framkvæmd þjónustu við markhópinn. Einnig getur hún auðveldað ráðamönnum að skilja betur þarfir fólks með mænuskaða og taka ákvarðanir um breytingar til að ryðja hindrunum úr vegi.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til janúar 2009
Samþykkt: 
  • 28.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1790


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
umhverfi og maenuskadi.pdf4.93 MBOpinnPDFSkoða/Opna