is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17902

Titill: 
  • Innflytjendur og félagsleg einangrun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Innflytjendum hefur fjölgað ört hér á landi á síðustu tveimur áratugum. Mörgum reynist erfitt að flytja til nýs lands og getur sú reynsla haft í för með sér margvíslegar afleiðingar, bæði góðar og slæmar. Í þessari ritgerð verður fjallað um slíkar afleiðingar og verður sérstök áhersla lögð á afleiðingar félagslegrar einangrunar. Farið hafa fram rannsóknir um aðlögun innflytjenda hér á landi en nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar um áhrif félagslegrar einangrunar hjá þessum þjóðfélagshópi. Markmið þessarar ritgerðar er að greina áhrifaþætti félagslegrar einangrunar hjá innflytjendum og kanna hverjar afleiðingar slíkrar einangrunar eru. Þær ritgerðarspurningar sem leitast er eftir að svara í ritgerðinni eru: Hvaða þættir stuðla að félagslegri einangrun innflytjenda? Hvernig nálgast félagsráðgjafar stuðning við innflytjendur sem búa við félagslega einangrun? Oft vita innflytjendur ekki hvar réttur þeirra liggur og með því að rannsaka þetta viðfangsefni og önnur tengd viðfangsefni verður til þekking sem skapar grundvöll að bættri og breyttri stöðu innan málaflokksins. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar sýna að innflytjendur eru í sérstökum áhættuhópi varðandi það að einangrast félagslega vegna útskúfunar, fordóma, tungumálaörðugleika, menntunarstigs og fleira. Slík einangrun getur leitt af sér líkamleg, andleg og félagsleg vandamál. Mikilvægt er að efla og auðvelda aðgang upplýsinga til innflytjenda um réttindi þeirra og skyldur og eins er mikilvægt að sveitarfélög móta sér skýra stefnu í innflytjendamálum til þess að koma til móts við þennan hóp. Slíkt eykur líkur á virkni og félagslegri þátttöku innflytjenda. Í niðurstöðum er jafnframt tekið fram að nauðsynlegt er að auka rannsóknir á þessu sviði.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17902


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elva.Dogg.Baldvinsdottir- 1005902559.pdf813.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna