is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17909

Titill: 
  • Að þoka sig í átt að „Guði“. Um hið trúarlega í landslagsmálverkum Georgs Guðna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Birtingarmyndir trúarlegra viðfangsefna í samtímalistum hafa ekki verið með augljósum hætti um langt skeið en innan fræðasviðs listarinnar hafa rannsóknir á trúarlegri túlkun í myndlist aukist til muna samhliða minnkandi áhuga manna á veraldarhyggju samtímans. Bandaríski listfræðingurinn James Elkins heldur því fram að trú sé hluti af lífi manna og telur því óhjákvæmilegt að listamenn fjalli um trú á einhvern hátt, enda tengjast hugtökin trú og list hugmyndinni um tilveru mannsins í heiminum.
    Í þessari ritgerð verður leitast við að svara spurningunni hvort landslagsmálverk Georgs Guðna Haukssonar (1961-2011) geti staðið fyrir hinn yfirskilvitlega og ósýnilega veruleika sem guðsmynd kristindómsins átti að standa fyrir fyrr á öldum. Fræðilegur rammi ritgerðarinnar er samband trúar og listar í sögulegu samhengi allt frá miðöldum til samtímans. Þar verður stuðst við kenningar þýsk-bandaríska guðfræðingsins Paul Tillich (1886-1965) og bandaríska listfræðingsins James Elkins (f.1955), ásamt umfjöllun listfræðingsins Auðar Ólafsdóttur um birtingarmyndir trúar í verkum íslenskra samtímalistamanna.
    Eins verður fjallað um samband náttúrufegurðar og listfegurðar við upphaf 19. aldar og þær breytingar sem hafa átt sér stað á hugtakinu um hið háleita í samtímalistum. Í því ljósi verður bent á þá samsvörun sem finna má með túlkun rómantísku málaranna á náttúrunni – en þeir litu á náttúruna sem kraftbirtingu guðdómsins – og hugmyndum Georgs Guðna sem gengu út á að fanga hið yfirskilvitlega í náttúrunni.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17909


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - ritgerð 8. maí. 2014.pdf6.84 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna