is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17914

Titill: 
 • Aðgengi eða áhugi? Munur á efnistökum og vægi frétta eftir karla og konur
 • Titill er á ensku Access or interest? Difference in topics and ranking of news by male and female news reporters
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fræðimenn hafa haldið því fram að fjölmiðlaumhverfið sé karllægt. Þá hefur því verið haldið fram að konur hafi ekki aðgengi að öllum efnisflokkum til jafns á við karla og að efni eftir þær sé minna metið. Þessi rannsókn snýr að efnistökum og röðun efnis eftir karlkyns og kvenkyns fréttamenn á tveimur ljósvakamiðlum, RÚV og Stöð 2. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvort munur væri á efnistökum karla og kvenna og hvort framlag þeirra væri jafnmikils metið. Þá var kannað hvort fréttamenn teldu áhuga, aðgengi eða aðra þætti ráða því hvaða málaflokka fréttamenn fjölluðu um og hversu framarlega fréttir þeirra röðuðust. Loks voru viðhorf fréttamanna til fréttamats, jafnréttismála og stöðu kynjanna á vinnustað könnuð.
  Rannsóknin samanstendur af innihaldsgreiningu, vettvangsathugun og djúpviðtölum. Innihaldsgreiningin fólst í greiningu fyrstu frétta kvöldfréttatímans á báðum stöðvum í tvo mánuði og allra frétta fréttatímans í einn mánuð. Fréttirnar voru greindar eftir kyni fréttamanns, röðun og efnisflokkum. Tekin voru tíu djúpviðtöl við fréttamenn og stjórnendur á miðlunum. Niðurstöður vettvangsathugunar voru ásamt niðurstöðum innihaldsgreiningar-innar notaðar sem samræðugrundvöllur í þeim.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að það er munur á efnistökum karla og kvenna. Þá röðuðust fréttir karla frekar framarlega í fréttatímann en fréttir kvenna. Munur á efnistökum karla og kvenna var mun meiri á Stöð 2 en á RÚV. Fréttamenn töldu efnistök frekar ráðast af áhuga heldur en aðgengi. Aðgengi kann þó að vera skert á sumum sviðum vegna þess að hefð er komin á að karlar sinni þeim. Konur á Stöð 2 upplifðu að fréttir þeirra væru ekki jafn mikils metnar og fréttir karla en konur á RÚV upplifðu það síður. Þá lýstu konur því frekar yfir að þær vildu breyta fréttamatinu á miðlinum svo málaflokkar sem konur fjölluðu mikið um fengju meira vægi.

 • Útdráttur er á ensku

  Feminist media scholars have claimed that the media environment is dominated by masculine values and that those values hinder female news reporters and lead to a devaluation of material written by women. It has also been claimed that women are held back from reporting about certain issues, such as politics and economics. The aim of this thesis is to discover whether there is a difference in the topics male and female news reporters cover. It also focuses on the ordering of news by men and women since it might give hints about whether their work is considered equally important. News reporters were asked to explain the differences encountered and determine whether it was due to different scopes of interests or unequal access. News reporters were also asked about equality issues and gender relations at work.
  Both quantitative and qualitative research methods were used. In a content analysis the news in the evening news program of two broadcasting stations, a commercial one, Stöð 2, and the public one, RÚV, were analysed. The variables used were; the gender of the news reporter, ranking and news topic. This was followed by a short participant observation. The results from the content analysis and the participant observation were then used as a basis for the in-depth interviews conducted.
  The results show that there are differences between the topics men and women cover. It also shows that news stories made by men ranked higher. The differences between men and women at the commercial station, Stöð 2, were greater. It became evident that topics covered depended on choice rather than lack of access. Women´s access to certain topics may still be limited since men have conventionally covered them. Women at Stöð 2, felt like their material was not always given the same value as material made by their male counterparts. Women at RÚV also felt it, but less so. Women in general were more likely to object to the dominant values and measures by which news were ranked.

Styrktaraðili: 
 • Bandalag kvenna í Reykjavík
Samþykkt: 
 • 8.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17914


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Adgengi eda ahugi Arnhildur Halfdanardottir.pdf1.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna