Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17915
Rannsókn þessi sem unnin er til fullnustu B.A.-gráðu í spænsku við Háskóla Íslands beinir sjónum að ævi og störfum argentísku leikkonunnar og fyrrum forsetafrú Argentínu, Evu Duarte de Perón, og spurt er hvaða áhrif hún hafði á kosningarétt kvenna í Argentínu. Fyrst verður farið stuttlega yfir sögu baráttunnar fyrir kosningarétti kvenna í Argentínu. Rekin verða helstu atriði baráttunnar sem á rætur að rekja til ársins 1870 og helstu ástæður hennar tilgreindar. Því næst er stuttlega gerð grein fyrir æviferli Evu Duarte de Perón, frá því að hún fæddist í Los Toldos árið 1919 þar til hún kynntist eiginmanni sínum Juan Domingo Perón árið 1944. Ævisaga hennar eru skoðað í samhengi við æviferil annarra argentínubúa sem ólust upp við svipaðar aðstæður og hún. Hún, fæddist einsog svo margir inn í argentíska verkamannafjölskyldu og þurfti frá blautu barnsbeini að treysta á eigið atgervi og koma sér áfram af sjálfsdáðum. Hún var ein fjölmargra sem flutti úr fátækt á landsbyggðinni til stórborgarinnar Buenos Aires til þess að freista gæfunnar, nokkuð sem útskýrir hvers vegna hún náði seinna meir svo miklum vinsældum meðal argentísku verkamannastéttarinnar. Að lokum verður svo fjallað um Evu eftir að hún lýkur ferli sínum sem leikkona og einbeitir sér alfarið að stjórnmálum og umfram annað að réttindabaráttu argentískra kvenna. Skoðaðar verða þær aðferðir sem hún beitti til að leggja sín lóð á vogarskálar baráttunnar fyrir kosningarétti kvenna í Argentínu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Evaperón.pdf | 385.91 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |