Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17916
Ritgerð þessi greinir frá niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar á félagslegum og tilfinningalegum veruleika unglingsstúlkna. Markmið rannsóknar var að skyggnast inn í hugarheim stúlkna sem standa á tímamótum í lífi sínu. Þær hafa nýlokið grunnskólagöngu sinni og hafið framhaldsskólagöngu sem að öllum líkindum mun vara næstu þrjú til fjögur árin. Lagt var upp með rannsóknarspurninguna; Hver er félagslegur og tilfinningalegur veruleiki unglingsstúlkna? Við framkvæmd rannsóknar var notast við eigindlega rannsóknaraðferð og byggja niðurstöður á fjórum hálfopnum viðtölum við jafnmarga þátttakendur. Viðmælendur eiga það sameiginlegt að vera stúlkur á sautjánda aldursári sem nýlega hófu nám við fjóra mismunandi framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að félagslegur og tilfinningalegur veruleiki þátttakenda byggði að miklu leyti á fyrrum reynslu þeirra af því að verða fyrir einelti í grunnskóla. Þrátt fyrir að eineltinu væri lokið á tíma rannsóknarinnar mátti greina áhrif þess á ýmsa vegu í svörum viðmælenda. Niðurstöður leiddu þó einnig í ljós að félagslegur veruleiki viðmælenda einkenndist af stórum vinahópum og stolti af því að tilheyra hópi. Tilfinningalegur veruleiki viðmælenda einkenndist af jákvæðri sjálfsmynd og bjartri framtíðarsýn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Aldís Anna Sigurjónsdóttir.pdf | 700,34 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |