is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17921

Titill: 
 • Konur í lögreglunni og bjargir þeirra: Staða kvenna í vinnustaðarmenningu lögreglunnar á Íslandi
 • Titill er á ensku Policewomen and their resources: Women´s position in the Icelandic police occupational culture
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi rannsókn var gerð með því markmiði að greina stöðu kvenna í vinnustaðarmenningu lögreglunnar. Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegri aðferð þar sem tekin voru viðtöl við tíu starfandi sem og fyrrum lögregluþjóna ásamt þátttökuathugun á vettvangi. Ritgerðin hefst á því að rannsóknin er kynnt ásamt fyrri rannsóknum um efnið. Að því loknu er fjallað um uppruna lögreglunnar og aðkomu kvenna að lögreglustarfinu ásamt því að gerð er grein fyrir þróun kvenna í starfinu ásamt núverandi stöðu kvenlögregluþjóna á Íslandi. Þar næst fer fram fræðileg umræða um lögregluna sem stofnun þar sem hún er skilgreind auk kenningarlegrar umræðu um vinnustaðamenningu hennar og rannsóknir annarra fræðimanna. Þar á eftir er greint frá aðferðafræði rannsóknarinnar, gagnasöfnun og viðmælendur kynntir. Niðurstöður eru svo kynntar sem skiptast í þrjá meginhluta, almenna-, karla- og kvennamenningu ásamt stuttri lýsingu á séreinkennum íslenskrar lögreglumenningu. Að lokum eru meginatriði rannsóknarinnar tekin saman.
  Meginniðurstöður eru þær að áður skilgreind karlmennskumenning innan lögreglunnar hefur í raun þrjá þætti, almenn einkenni knúin af formgerð hlutverks lögregluþjónsins og svo sitt hvor karla- og kvennamenning þar sem kynjamótun þeirra færir þeim ólíka kosti og galla við vinnu þeirra, hvort sem það er á vettvangi eða í eigin félagsskap.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this study was to analyze policewomen´s place in the organisational culture of the police as well as in their job in general. The study was conducted using qualitative research methods where data was collected from ten interviews with both currently working and former police officers, as well as with a field study with police officers. This paper begins with an introduction of the study and former research on the subject. Then there is a historical accounting of the emergence of policewomen, development and current status. Next follows a theoretical discussion where the concept of the police is defined, its organisational culture is analyzed along with former research on the matter. The study´s methodology is then discussed, as is the data collection with a background description of the participants. Finally the results are discussed and divided into three parts, a general organisational culture, men´s and women´s culture followed by a short discussion of Icelandic characteristics in police work.
  Results are that the formerly defined cult of masculinity actually shows three distinct characteristics, a general police culture constituted by the structure of the police officer´s role and roles where both genders are empowered and constrained by society´s norms.

Samþykkt: 
 • 8.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17921


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristján Páll Kolka Leifsson.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna