en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/17922

Title: 
  • Title is in Icelandic Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Inngangur: Æskilegt er að alvarlega slasað og veikt fólk komist sem fyrst á sérhæft sjúkrahús til greiningar og meðferðar. Þyrla Landhelgisgæslu Íslands (LHG), með lækni um borð, er talin mikilvægur þáttur í heilbrigðisþjónustu Íslendinga því hún getur vitjað slasaðra og veikra á skömmum tíma við erfiðustu aðstæður til sjós og lands.
    Efniviður og aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar voru þeir sjúklingar sem fluttir voru á Landspítala (LSH) með þyrlu LHG árin 2008-2012. Upplýsinga var aflað úr þyrlu- og sjúkraskrám LSH. Bráðleiki flugs var metinn með NACA (National Advisory Committee for Aeronautics) kvarða. Áverkar slasaðra sjúklinga voru stigaðir með The Abbrevated Injury Scale (AIS), Injury Severity Score (ISS), Revised Trauma Score (RTS) og Trauma and Injury Severity Score (TRISS). Veikir sjúklingar voru stigaðir með Modified Early Warning Score (MEWS) og flokkaðir m.t.t. 10. útgáfu um alþjóðlega flokkun sjúkdóma (ICD-10).
    Niðurstöður: Alls voru 275 sjúklingar fluttir með þyrlu LHG á LSH vegna áverka eða veikinda. Karlar voru 70,5%. Meðalaldur slasaðra var 38,4 ár samanborið við 51,4 ár hjá veikum (p < 0,001). Útköll vegna slasaðra voru 65,5%. Bráðleiki flugs var mikill (NACA 4-7) hjá 51,6% sjúklinga. Algengast var að slasaðir væru með áverka á neðri útlim og mjaðmagrind (25,6 %). Að meðaltali var RTS 7,5, ISS 10,0 og TRISS 93,6%. Mikið eða meira slasaðir (ISS ≥ 9) voru 36,7%. Veikir fengu að meðaltali 1,3 á MEWS skala og algengasta orsök útkalls voru hjarta- og æðasjúkdómar (48,4%).
    Ályktanir: Stór hópur þeirra sem fluttur var með þyrlunni var mikið eða meira slasaður. Tæplega helmingur veikra var með hjarta- og æðasjúkdóm. NACA stigun á vettvangi virðist gefa góða mynd af bráðleika slasaðra og veikra. Sjúkraflug þyrlu LHG virðist skipta miklu máli í heilbrigðisþjónustu Íslendinga.

Accepted: 
  • May 8, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17922


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
þyrlan.pdf368.01 kBOpenHeildartextiPDFView/Open