is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17927

Titill: 
 • Gjörð án aðgerða: Frjáls félagasamtök í þróunarmálum og notkun þeirra á samfélagsmiðlinum Facebook
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að skoða notkun frjálsra félagasamtaka í þróunarmálum á samskiptamiðlinum Fésbók. Með síaukinni notkun samfélagsmiðla hafa myndast tengslanet þvert á landamæri og ótal möguleikar hafa opnast fyrir hin ýmsu samtök og fyrirtæki til að kynna sig og auglýsa. Frjáls félagasamtök hafa ekki farið varhluta af því. Hið nýja fyrirbæri, samfélagsmiðill hefur tekið sér bólfestu í lífi fólks og kollvarpað hinum hefðbundnu leiðum fjölmiðlunar. Þónokkrar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis á svipuðum nótum en ennþá er verið að þróa aðferðafræði sem virkar á rannsóknir á internetinu. Notendur veraldarvefsins eru ekki lengur aðgerðalausir áhorfendur heldur virkir þátttakendur í því að stjórna innihaldi internetsins. Notendur bæði móta gæði gagna og bregðast við þeim
  Tekin eru fyrir þrjú félagasamtök sem starfrækt eru hérlendis. Leitast er við að fá svör við rannsóknarspurningum tengdum notkun þeirra á samskiptamiðlinum og hvernig stuðningur almennings birtist á þessum miðli. Eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum er blandað saman til að ná fram rannsóknarmarkmiðum.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að frjáls félagasamtök í þróunarmálum hér á Íslandi eru farin að notfæra sér samfélagsmiðla í auknum mæli. Það kemur fram að það vantar upp á þekkingu á aðferðafræði hjá tveimur samtökunum en ástæða þess er skortur á fjármagni og tíma. Hinsvegar nota öll félagasamtökin mikið myndmál en myndir tala til okkar og koma okkur stundum á staðinn.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study is to examine how NGO‘s have been utilizing the social network site, Facebook. With the ever-increasing use of social media, everywhere in the world they have been creating networks across borders. Countless possibilities have opened up for the various organizations and companies to introduce and advertise themselves. NGO‘s have been affected by this in a good way. The new phenomenon, social network site, has settled in people's lives and overthrown the traditional media channels. A number of studies have been performed abroad at the same level but still we need new methodology that works for research on the internet. Users of the Internet are no longer passive spectators but active participants in managing the content of the Internet. Users formulate both data quality and addresses it.
  Three NGOs operating in Iceland are the main focus of the research. Efforts are made to obtain answers to research questions related to the use of the social network sites and how public support appears on this medium. Qualitative and quantitative research methods are mixed together to achieve the research objectives.
  The results show that the NGO‘s in Iceland are starting to take advantage of social media to a greater extent. Two of the NGO‘s lack the knowledge of how to work the social network site in their favor but the reason for this is shortage of resources and time. However all of the NGO‘s use alot of imagery everybody can see their work.

Athugasemdir: 
 • Ritgerð þessi er fræðilegur þáttur lokaverkefnis til meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku í
  Félags- og mannvísindadeild við Háskóla Íslands. Lokaverkefnið í heild er 30 einingar og
  skiptist jafnt í 15 eininga fræðilegan hluta og 15 eininga verklegan hluta.
  Verklegi hluti lokaverkefnisins er heimildamynd þar sem rætt er við framkvæmdastjóra tveggja ólíkra frjálsra félagasamtaka í þróunarmálum á Íslandi. Leiðbeinandi verklega hlutans er Brynja Þorgeirsdóttir.
 • Verklegi hlutinn er ekki aðgengilegur.
Samþykkt: 
 • 8.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17927


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lea14.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna