is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17931

Titill: 
  • Gæðastjórnun og skjalastjórn. Fræðsla starfsmanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar er að varpa ljósi á gæðastjórnun og skjalastjórn innan fyrirtækja og hvernig unnt sé að bæta hana með fræðslu starfsmanna. Gæðastjórnun og skjalastjórn eru nátengdar rekstrarstoðir. Þær byggja á sömu forsendum um að beita þurfi altækum aðgerðum um bætt vinnubrögð innan fyrirtækis. Samræming og stöðugleiki vinnubragða er lykilatriði í gæða- og skjalamálum. Gæðastjórar og skjalastjórar þurfa að vinni náið saman og sameinast um samræmda stjórnun skjala. Í þessari ritgerð verða gæðastjórnun og skjalastjórn fyrst skilgreind og útskýrð, hvert fyrir sig. Farið verður nánar í sameiginlega þætti gæðastjórnunar og skjalastjórnar og mikilvægi samvinnu þeirra. Einnig er fjallað um staðla er við koma innleiðingu upplýsingakerfa. Fram kemur að hnitmiðuð og skilvirk þjálfun starfsmanna er nauðsynleg til þess að þeir geti notað gæða- og skjalastjórnarkerfi. Til þess að unnt sé að halda uppi virkri gæðastjórnun og skjalastjórn innan fyrirtækis þurfa notendur að nota kerfið rétt og vera meðvitaðir um mikilvægi þess. Lagt er til að nýta vefþjálfun, með blönduðum kennslu- og þjálfunaraðferðum, við þjálfun starfsmanna. Ágóði vefþjálfunar liggur að miklu leyti í viðhorfum starfsmanna til hennar. Niðurstöður gefa m.a. til kynna að vefþjálfun hafi jákvæð áhrif á almenna afkastagetu í starfi og starfsánægju.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17931


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Olof_Osp_BA_2014_lokaeintak.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna