is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17934

Titill: 
 • Juan Carlos I. ¿Quién es Juan Carlos I y qué cambios hizo en España durante sus primeros años como rey (1975-1982)?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er sjónum beint að núverandi konungi Spánar, Juan Carlos I. Hann varð konungur Spánar eftir að einræðisherrann Francisco Franco lést. Í upphafi valdatíðar Juan Carlosar I taldi almenningur að hinn nýi konungur myndi litlu breyta frá þeim stjórnarháttum sem einkennt höfðu Franco-tímabilið. Og því síður höfðu menn trú á að hann yrði lengi á valdastóli.
  Í byrjun ritgerðar verður stiklað á stóru um fyrstu árin í lífi Juan Carlosar I. Sagt verður frá menntun hans og lífi hans sem prins. Þá verður fjallað um föður hans Don Juan og afa, Alfonso XIII, sem var konungur á Spáni frá árinu 1886 þar til hann var sendur í útlegð árið 1931, hlutverk þeirra í sögu Spánar og sambandi þeirra við Franco, hvernig sá síðastnefndi komst til valda og einnig hvernig hann beitti völdum sínum öll þessi ár sem hann var einræðisherra Spánar.
  Aðaláherslan í ritgerðinni er á þann tíma og þær breytingar sem urðu á Spáni eftir að Juan Carlos I tók þar við völdum og einræði hafði ríkt þar í 36 ár. Þessar breytingar sem Juan Carlos I kom til leiðar hafa verið kallaðar la transición eða “umbreytingin”. Tímabil umbreytingar eru árin 1975-1981 og á þeim árum varð Spánn lýðræðisríki. Sagt verður frá stjórnartíð Juan Carlosar í réttri tímaröð; fyrstu ríkisstjórn Adolfo Suárez, fyrstu þingkosningum á Spáni í 41 ár sem voru árið 1977 og stjórnarskránni sem tók gildi ári síðar.
  Þá verður einnig athugað hvaða áhrif hryðjuverkasamtökin ETA höfðu á þessum árum umbreytingar á Spáni og hvernig Juan Carlos I brást við þegar valdarán varð á þjóðþinginu og nefna átti Leopoldo Calvo-Sotelo forsætisráðherra.
  Að lokum verður fjallað stuttlega um hlutverk Juan Carlosar I eftir árið 1981.

Samþykkt: 
 • 8.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17934


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Juan_Carlos_I .pdf295 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna