is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17937

Titill: 
  • Hver er siðferðileg skylda okkar neytenda? Siðferðileg neysla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Neysla er nauðsynleg til að komast af, en neysluhyggja sem ríkjandi hugmyndafræði í seinni tíma kapítalískri menningu er hins vegar umdeilanlegt fyrirbæri. Það er þess-konar neysla sem fjallað er um í þessari ritgerð. Ein af helstu ástæðum þess að við stöndum frammi fyrir bæði staðbundnum og hnattrænum veðurfarsbreytingum er aukin neysla í formi efniskenndra hluta, orku og þjónustu. Með breyttu neyslumynstri hafa mannréttindi og vinnuréttindi orðið vafasöm í þeim fátækari ríkjum heimsins sem framleiða vörur fyrir vestrænan markað. Löngun neytandans í meira val og fleiri vörur á viðráðanlegu verði hefur leitt til þess að fyrirtæki og stofnanir þurfa sífellt að finna nýjar leiðir til að markaðsetja fleiri vörur og koma til móts við neytandann.
    Neytendur eru í auknum mæli álitnir virkir þátttakendur og eru í senn ábyrgir fyrir hnattrænni velferð og mannréttindum fjarlægra einstaklinga. Fræðimenn innan félags- og hugvísindanna líta í æ meira magni á neyslu og neyslumynstur sem pólitískt viðfangsefni. Nýlega hafa umhverfissjónarmið komið sterk inn í þessa umfjöllun og því verður fjallað sérstaklega um neyslu og áhrif hennar á jörðina.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal BA-ritgerð.pdf448.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna