Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17938
Í ritgerðinni er fjallað um efnislega hluti og gildi þeirra í vestrænu nútíma samfélagi. Hlutir eru óumdeilanlega órjúfanlegur þáttur af daglegu lífs einstaklinga og hafa ýmiss konar áhrif, langt út fyrir notagildi sitt. Fremur erfitt hefur reynst að skilgreina hluti á fræðilegan hátt. Markast erfiðleikarnir helst af því að skilgreiningar á hlutum eru ólíkar eftir menningum og einstaklingum. Birtingarmyndir hluta eru ólíkar eftir því í hvaða menningarsamhengi þeir eru. Til þess að skilja raunverulegt gildi hluta, óháð hagrænu gildi þeirra, er nauðsynlegt að skoða þau tengsl sem myndast á milli einstaklinga og þeirra hluta sem eru þeim kærastir. Í þeim tengslum liggja táknrænar merkingar, tilfinningar og minningar sem tengja þá við einstaklinga, staði og atburði. Gildið felst ekki í hlutnum sjálfum heldur í tengslunum. Því sterkari og umfangsmeiri sem þau eru því merkingarþrungnara er gildi hlutarins. Fjallað verður um nokkrar tegundir hluta; vörur, erfðagripi og hönnunarvöru, og hvað greinir þessa flokka að. Í síðari hluta ritgerðinnar er heimilið í brennidepli. Hlutverk heimilisins sem umgjörð utan um alla þá hluti sem einstaklingar sanka að sér í gegnum lífið og þýðing þeirra innan ramma heimilisins, gagnvirk áhrif og tengsl á milli hluta og heimilis sem og áhrif þess á einstaklinga tekin til umfjöllunnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
gildihluta-mikilvaegiogmerkingivestraenunutimasamfelagi-1.pdf | 485,89 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |