is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17942

Titill: 
  • Starfsendurhæfing: Geðræn vandamál og félagsráðgjöf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Markmið ritgerðarinnar er að athuga hvernig félagsráðgjafar starfa innan starfsendurhæfingar og hvernig starfsendurhæfing nýtist einstaklingum með geðræn vandamál. Höfundur nýtir sér nýlegar heimildir og tekur viðtöl við tvo félagsráðgjafa sem starfa innan þessa sérsviðs ásamt viðtali við framkvæmdastjóra Janusar endurhæfingar.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að starf félagsráðgjafa innan starfsendurhæfingar er fjölbreytt og menntun þeirra nýtist vel. Vandaðar vísindarannsóknir skortir innan starfsendurhæfingar þannig að hægt sé að draga ályktun varðandi það hvort hún nýtist einstaklingum með geðræn vandamál almennt. Hins vegar virðist starfsendurhæfing nýtast meirihluta þeirra einstaklinga sem sækja starfsendurhæfingu hjá Janusi endurhæfingu en flestir þeirra eiga við geðræn vandamál að etja.
    Einstaklinga með geðræn vandamál skiptir miklu máli að fá að vera virkir á hinum almenna vinnumarkaði þar sem þátttaka þeirra þar er mikilvæg í bataferlinu. Atvinnurekendur eru þó ólíklegir til að ráða einstaklinga með geðræn vandamál í vinnu.
    Jákvæðu viðhorfi í garð einstaklinga með geðræn vandamál er ábótavant. Mikilvægt er því að samfélagið í heild taki höndum saman og breyti því til hins betra þessum hópi til hagsbóta.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17942


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JH ritgerð 070514_Final.pdf690.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna