is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17946

Titill: 
  • Birtingarmyndir líkamlegs og tilfinningalegs ofbeldis gegn börnum. Skammtíma- og langtíma einkenni og afleiðingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar í meginatriðum um börn sem beitt eru líkamlegu og tilfinningalegu ofbeldi, sem og einkenni og afleiðingar þess. Ofbeldi gegn börnum er alvarlegt og okkur ber að gæta þess sem fullorðnir einstaklingar í siðmenntuðu samfélagi að sjá til þess að hvert það barn sem fyrir ofbeldi verður fái viðeigandi aðstoð. Barn sem beitt er líkamlegu og/eða tilfinningalegu ofbeldi getur án efa þurft að kljást við afleiðingar til lengri eða skemmri tíma svo sem þroskalega séð, félagslega, tilfinningalega og/eða líkamlega.
    Ofbeldi á sér ólíkar birtingarmyndir en ljóst er að verulegar afleiðingar fylgja því ofbeldi sem beitt er gegn börnum. Skert sjálfsmynd, ósjálfstæði og lítilsvirðing gagnvart sjálfu sér eru afleiðingarnar sem börn sýna vegna þess ofbeldis sem þau hafa verið beitt. Börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi í æsku geta á seinni árum ánetjast áfengi og fíkniefnum, lifa við áfallastreituröskun, verið árásargjörn, félagsleg færni þeirra er slæm en einnig geta þau sýnt af sér andfélagslega hegðun með afbrotum og ofbeldi gagnvart öðrum einstaklingum. Barn sem beitt er líkamlegu og eða tilfinningalegu ofbeldi getur án efa þurft að kljást við afleiðingar til lengri eða skemmri tíma svo sem félagslegar, tilfinningalegar og eða líkamlegar afleiðingar.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17946


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd_Nina_Jacqueline_Becker.pdf712.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna