is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17949

Titill: 
  • Meinvaldandi bakteríur í þvagi íslenskra barna. Sýklalyfjanæmi þeirra og tengsl baktería við meðfædda galla í nýrum eða þvagfærum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Þvagsýkingar eru meðal algengustu bakteríusýkinga barna. Oftast eru þær af völdum Escherichia coli (E. coli) en sýkingar af völdum annarra baktería hafa verið tengdar þvagfæragöllum. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka meinvaldandi bakteríur í þvagi íslenskra barna, sýklalyfjanæmi þeirra og tengsl ákveðinna baktería við meðfædda þvagfæragalla.
    Efni og aðferðir: Öll börn (<18 ára) sem áttu þvagræktun á Sýklafræðideild Landspítalans árin 2004 til 2005 og 2011 til 2012 voru með í rannsókninni. Klínískum upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám Barnaspítala Hringsins og Domus Medica barna tveggja ára og yngri sem höfðu jákvæða þvagræktun á rannsóknartímanum. Þvagsýking var skilgreind sem a) allur vöxtur úr ástunguþvagi, b) ≥10.000 bakteríur/ml úr þvagleggsþvagi og c) ≥100.000 bakteríur/ml úr þvagsýnum teknum með öðrum aðferðum ef um hreingróður var að ræða. Niðurstöður: Alls voru ræktuð 14.001 þvagsýni frá 9.337 börnum (<18 ára) á rannsóknartímabilinu. Þar af reyndust 468 börn (5,0%) hafa þvagfærasýkingu, 247 (52,8%) á árunum 2004-5 og 221 (47,2%) á árunum 2011-12. E. coli reyndist orsök sýkinga í 68% tilfella stúlkna og 43% tilfella drengja. Stúlkur voru 2,9 sinnum líklegri til að sýkjast af völdum gram neikvæðra stafa en drengir (OR=2,9, 95%CI[2,2;3,9], p<0,001). Einnig voru börn yngri en tveggja ára líklegri til að sýkjast af gram-neikvæðum bakteríum en eldri börn (OR=7,2, 95%CI[5,4;9,6], p<0,001). Næmi E. coli fyrir ampicillin var um 39,3% fyrir árin 2011-12 en það minnkaði um 10,2% milli tímabila (OR=1,5, 95%CI[1,1;2,8], p=0,04) meðan næmi E. coli fyrir cefalotin (OR=0,61, 95%CI[0,42;0,89], p=0,01) fór vaxandi. Af 285 börnum ( ≤2 ára) með þvagfærasýkingu áttu 182 (63,9%) myndgreiningu sem var óeðlileg hjá 48 (26,4%) börnum. Bakflæði var algengasta óeðlilega niðurstaðan, greindist hjá 44 (91,7%) af þessum 48 börnum. Börn með sýkingu af völdum annarra baktería en E. coli voru líklegri til að eiga óeðlilega myndgreiningu (OR=0,31, 95%CI[0,13;0,74], p=0,008).
    Ályktanir: E. coli er algengasta orsök þvagsýkinga hjá börnum á öllum aldri. Sýklalyfjaónæmi E. coli fyrir ampicillin fer vaxandi. Börn sem sýktust af völdum annarra baktería en E. coli voru líklegri til að eiga óeðlilega myndgreiningu af þvagfærum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17949


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerdinrett.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna