is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17952

Titill: 
 • Ný stétt verður til. Sjúkraliðar og Sjúkraliðafélag Íslands
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig og hvers vegna sjúkraliðastéttin varð til og um tilurð Sjúkraliðafélags Íslands. Sjúkraliðanám var sett á laggirnar til að koma til móts við mikinn hjúkrunarkvennaskort sem var á Íslandi á fyrri hluta sjöunda áratugs síðustu aldar. Til að námið yrði mögulegt varð að breyta hjúkrunarlögum og skapa í þeim leyfi fyrir nýja stétt. Það var gert árið 1965 og var sérstaklega horft til Norðurlandanna í þeim efnum.
  Menntun sjúkraliða hefur tekið stórkostlegum breytingum, námið stóð upphaflega í átta mánuði og kennt var á sjúkrahúsunum. Árið 1975 var stofnaður sérstakur skóli, Sjúkraliðaskóli Íslands en hann var lagður niður árið 1990. og Þá fluttist öll kennsla sjúkraliðanema í fjölbrauta- og verknámsskólana en í dag tekur námið þrjú ár innan sama kerfis. Starf sjúkraliða hefur tekið litlum breytingum miðað við hvað námið hefur lengst og orðið viðameira. Þó hefur starfssvið sjúkraliða aðeins víkkað út á síðustu árum, þ.e.a.s. þeir starfa á fleiri sviðum en hjúkrun og undir fleirum en hjúkrunarfræðingum. Valdastrúktúrinn innan spítalanna hefur breyst á síðustu árum og áratugum, bæði eru fleiri stéttir sem starfa innan sjúkrahúsanna en að auki hafa fleiri yfirmenn bæst í hópinn.
  Sjúkraliðafélagið var stofnað hálfu ári eftir útskrift fyrstu sjúkraliðanna, þá sem fagfélag en stéttarfélag sjúkraliða var ekki stofnað fyrr en árið 1991. Sjúkraliðafélagið barðist fyrir sérlögum fyrir sjúkraliða og náðist það í gegn árið 1984.
  Sjúkraliðafélagið sem stéttarfélag sér um kjaramál fyrir hönd sjúkraliða en fjallað er um þrjár kjarabaráttur sem sjúkraliðar og Sjúkraliðafélagið fóru í. Uppsagnir sjúkraliða árin 1982 og 1986 og verkfall sem sjúkraliðar fóru í árið 1994 en það stóð í sléttar sjö vikur.

Samþykkt: 
 • 9.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17952


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð María S Jóhönnudóttir,.pdf562.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna