Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17955
Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er fósturlát og ber hún yfirskriftina Lífið sem aðeins lifði í móðurkviði. Fjallað er um helstu þætti fósturláts, tíðni, mögulegar orsakir og áhrif. Rannsóknir sýna að andleg áhrif í kjölfar fósturláts geta verið talsverð og eru margir einstaklingar á ári hverju sem þurfa að ganga í gegnum það sorgarferli sem gjarnan fylgir í kjölfarið. Rétt meðferð og þjónusta heilbrigðisstarfsfólks sem og skilningur og stuðningur þeirra og annarra er nauðsynlegur þeim sem fyrir því verða. Þeim úrræðum sem í boði eru hér á landi á meðan á ferlinu stendur og eftir það, við úrvinnslu tilfinningalegra viðbragða, verða gerð skil. Í seinni hluta ritgerðarinnar er fjallað um félagsráðgjöf og þá sérstaklega félagsráðgjöf á heilbrigðissviði og aðkomu félagsráðgjafa í málum sem snerta fósturlát, þá verður leitað svara við því á hvaða hátt félagsráðgjafi getur hjálpað í ferlinu eftir fósturmissi.
Þau áhrif sem fósturlát getur haft í för með sér geta verið þó nokkur, hvort sem um ræðir fyrir móður, föður eða aðra aðstandendur. Félagsráðgjafar starfa með heildarsýn í huga. Í vinnu með þeim skjólstæðingum sem eiga við sálfélagslegan vanda að stríða er litið svo á að þeir skuli skoðaðir út frá sállíkamlegu sem og félagslegu umhverfi sínu og nær það til félagslegra, andlegra og líkamlegra þátta. Þá kemur það í hlut félagsráðgjafa að veita viðeigandi stuðning, upplýsingar og ráðleggingar með áherslu á sjálfshjálp einstaklinga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
EsterBergmannHalldorsdottir.pdf | 452,23 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |