is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17956

Titill: 
  • Titill er á þýsku Alter und Motivation als Einflussfaktoren beim Fremdsprachenerwerb
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til BA-prófs við Deild erlendra tungumála við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fjallað um hvernig mannfólk tileinkar sér annað tungumál en móðurmálið og hvaða þættir hafa áhrif á það ferli. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er hvaða áhrif aldur og hvati hafa á það ferli. Vísindamenn hafa komið fram með mismunandi kenningar um ferlið sem býr að baki því hvernig fólk tileinkar sér eða lærir tungumál og kynni ég og ræði þær kenningar einnig.
    Ritgerðin skiptist í fimm kafla. Að loknum inngangi fjalla ég um hugtakið ,,annað tungumál” og ,,tileinkun annars máls” (Zweitspracherwerb) og hvernig það er skilgreint, annars vegar með tilliti til þess hvernig fólk lærir tungumál með formlegu tungumálanámi (gesteuerter Zweitspracherwerb) og hins vegar hvernig fólk tileinkar sér tungumál úr umhverfinu (ungesteuerter Zweitspracherwerb). Einnig verður nánar skilgreint hvaða munur felst í því að læra nýja tungumálið í landi þar sem það er notað í málumhverfinu eða í heimalandi nemandans. Næst kynni ég til sögunnar fjórar mikilvægar málvísindakenningar um hvernig fólk lærir tungumál, en þær voru allar settar fram á 20. öld. Þar næst kemur meginkafli ritgerðarinnar þar sem ég byrja á því að telja upp nokkra mikilvæga þætti sem áhrif hafa á ferlið að læra annað tungumál. Í framhaldi af því tek ég svo fyrir tvo mikilvæga þætti við að ná valdi á öðru tungumáli; annarsvegar áhrif aldurs og hinsvegar áhrif hvata (Motivation). Í lokin er samantekt á niðurstöðum ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17956


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hugrún Aðalsteinsdóttir.pdf732.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna