is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17957

Titill: 
  • „Það var einungis formsatriði hjá stjórnendum að kynna þessar aðgerðir fyrir okkur.“ Upplifun starfsmanna af niðurskurðaraðgerðum stjórnenda á tímum samdráttar og óvissu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á haustmánuðum ársins 2008 gekk íslenska þjóðin og íslenskt atvinnulíf í gegnum miklar efnahagslegar breytingar þegar stór hluti af fjármálakerfi landsins hrundi á einni nóttu og úr varð mikið efnahagshrun. Þessu efnahagshruni hafa fylgt ýmsar breytingar í stjórnun fyrirtækja og stofnana sem og á íslenskan vinnumarkað almennt. Til að mynda hafa mörg fyrirtæki og stofnanir gengið í gegnum mikinn niðurskurð á síðustu árum sem hefur haft ýmsar afleiðingar í för með sér fyrir stjórnendur og starfsfólk þeirra.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna hver upplifun starfsmanna væri af þeim niðurskurðaraðgerðum sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana hafa framkvæmt á síðustu árum sem og að athuga hvort niðurskurðaraðgerðirnar hafi haft sýnileg áhrif á starfsanda innan fyrirtækja og stofnana.
    Í þessari rannsókn var stuðst við eigindlega aðferðafræði, en tekin voru viðtöl við sjö einstaklinga sem allir áttu það sameiginlegt að starfa sem almennir starfsmenn hjá fyrirtækjum og stofnunum, sem gengið höfðu í gengum niðurskurð á síðustu árum. Reynt var eftir fremsta megni að velja viðmælendur með eins ólíkan bakgrunn og mögulegt var, með það að markmiði að gera niðurstöður rannsóknarinnar áreiðanlegri.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að stjórnendur hafi ekki haft þær aðferðir að leiðarljósi sem settar hafa verið fram af fræðimönnum, um hvernig best er að innleiða niðurskurð og breytingar hjá fyrirtækjum og stofnunum í efnahagsþrengingum. Viðmælendur töldu að margt hefði betur mátt fara, til að mynda hafi samráð og upplýsingagjöf verið mjög ábótavant, en starfsmenn voru nánast ekkert hafðir með í ráðum og fengu lítið sem ekkert að vita í sjálfu niðurskurðarferlinu. Í raun má segja að hinn mannlegi þáttur hafi verið vanræktur. Þrátt fyrir langvarandi niðurskurð og erfiða tíma er starfsandi nokkuð góður, en niðurstöður rannsóknarinnar bera merki um að niðurskurður síðustu ára hafi ekki náð að hafa neikvæð áhrif á starfsanda. Ein helsta ástæða þess er sú að starfsmenn virðast vera mjög samrýndir og hafi því strax í upphafi ákveðið að takast á við niðurskurðinn af æðruleysi og líta á hann sem hverja aðra áskorun. Þó ber þess merki að komið sé að þolmörkum hjá starfsfólki, en starfsfólk fyrirtækja og stofnana er orðið mjög óþreyjufullt eftir því að bíða þeirra úrbóta sem þörf er á, til þess að það geti sinnt sínum störfum eins vel og best verður á kosið.

  • Útdráttur er á ensku

    The fall of year 2008 was the beginning of the Icelandic financial crisis which led to difficulties for the nation as for everything surrounding employment. It was a major economic and political event that involved the collapse of all three of the country‘s major privately owned commercial banks. These changes have had a major impact on employment which led to cutbacks that emplyoees and adminstrators have had to deal with.
    The goal of my research was to find out the experience for management, administrators as the employees, what changes were made and how they were decided on along with seeing how the moral is at the work place and if work ethics changed.
    In my research, my methodology was to interview seven people who all had in common an employment within a business that had experienced cutbacks. I tried at best to choose people with different backgrounds as my goal was to show my results to be accurate and reliable.
    The main outcome of my results show that management did not follow the proven ways provided by human resources on how to reduce the negative effects on staff of cutbacks, reorganizations and layoffs. The interviewees all agreed that management could have done better. There was a lack of communication and consultation, which only led to them feeling out of control and less empowered. Despite hard times and little to no reasurrance and information the moral has not been negative. The reason being the employees have in a whole worked together in close groups and decided in the beginning to accept the experience as a challenge and also serenity. That being said, the tolerance level now is low and staff are showing a need for information, support to clarify roles, priorities and responsibilities from management.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð.FINAL.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna