is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Doktorsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1796

Titill: 
 • Kirkja og skóli : staða og þróun kennslu í kristnum fræðum og trúarbragðafræðum á Íslandi með samanburði við Danmörku, Noreg og Svíþjóð
Námsstig: 
 • Doktors
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ágrip
  Miklar breytingar urðu á tengslum skóla og kirkju á Norðurlöndum á liðinni öld, bæði hvað varðar stjórn skyldunámsskólans, eftirlit með skólastarfi og stöðu og inntaki kristindómsfræðslunnar.
  Í ritgerð þessari er rakin og greind staða og þróun kristindóms- og trúarbragðafræðslu í íslenska skyldunámsskólanum á 20. öld. Einnig er gerð grein fyrir margvíslegum tengslum skóla og kirkju og breytingum á þeim. Þróunin hér á landi er síðan borin saman við þróunina í Danmörku, Noregi og Svíþjóð en skipan skóla- og kirkjumála hefur lengst af verið mjög svipuð í þessum löndum. Sjónum er einkum beint að eftirfarandi: Yfirstjórn skólans og aðild kirkjunnar að henni; hugmyndafræðilegum grundvelli skólans; stöðu og þróun kristindómsfræðslunnar og tengslum hennar við skírnarfræðslu kirkjunnar og rétti til undanþágu bæði barna og kennara frá þátttöku í fræðslunni.
  Umrædd lönd eiga það sameiginlegt að í upphafi aldarinnar var yfirstjórn skyldunáms og eftirlit með því að mestu á höndum þjóðkirknanna og þjóna hennar. Með aukinni veraldarvæðingu þessara þjóðfélaga fluttist yfirstjórn skólans og námseftirlit smám saman á hendur veraldlegra yfirvalda.
  Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð var markmið skólastarfs framan af öldinni m.a. að ala börnin upp til að verða kristnir og nýtir þjóðfélagsþegnar. Þannig hafði skólinn, auk annars, trúarlegu uppeldishlutverki að gegna. Þessi markmið voru aldrei orðuð í íslenskri löggjöf þótt vísast hafi verið gengið út frá þeim sem gefnum. Þessi hugmyndafræðilegi grundvöllur skólastarfs í Danmörku, Noregi og Svíþjóð var óbreyttur langt fram eftir öldinni og var í gildi í Noregi alla öldina.
  Staða kristindómsfræðslunnar og tengsl hennar við þjóðkirkjurnar og evangelísk-lútherskar játningar var hliðstæð í öllum löndunum fjórum í upphafi aldarinnar. Kristindómsfræðslan var skilgreind sem hluti af skírnarfræðslu þjóðkirknanna og höfðu prestar því eftirlit með henni einnig eftir að þátttöku þeirra í stjórn skólans lauk. Þessi tengsl kristindómsfræðslu skólanna og skírnarfræðslu kirkjunnar héldust mislengi í löndunum fjórum og sums staðar fram yfir miðja öldina. Skemmst vöruðu þau á Íslandi. Sérstætt fyrir Ísland er að kristindómsfræðsla skólans var aðeins með óbeinum hætti bundin kenningum þjóðkirkjunnar fyrsta fjórðung aldarinnar. Þegar leið á síðasta fjórðung aldarinnar var í öllum löndunum fjórum í námskrám kveðið á um fræðslu, jafnframt kristindómsfræðslunni, um önnur helstu trúarbrögð og lífsviðhorf þótt hinu síðastnefnda hafi í raun lítið verið sinnt.
  Vegna tengsla kristindómsfræðslunnar við kirkjuna og kenningar hennar höfðu foreldrar barna utan þjóðkirkju lengst af rétt til að fá undanþágu fyrir börn sín frá þessari fræðslu. Þessi réttur var breytilegur frá einu landi til annars á ólíkum tímum, allt eftir því hvernig kristindómsfræðslan var skilgreind. Í þeim löndum þar sem skólarnir höfðu það hlutverk að ala börnin upp í evangelísk-lútherskri trú urðu kennarar framan af að tilheyra þjóðkirkjum viðkomandi landa og síðar að skuldbinda sig til að kenna kristin fræði í samræmi við kenningar þeirra. Þá gátu kennarar sótt um undanþágu frá að kenna greinina. Á Íslandi hafa engin undanþáguákvæði tengd kristindómsfræðslunni verið í gildi, hvorki fyrir nemendur né kennara, og engar lögbundnar kröfur gerðar til kennara um aðild að þjóðkirkjunni.
  Við lok 20. aldar var fræðsla um kristindóm og önnur trúarbrögð og lífsskoðanir alfarið á forsendum skólans. Hugmyndafræðilegur grundvöllur skyldunámsskóla á Norðurlöndum er nú grundvallargildi lýðræðis, umburðarlyndi og virðing fyrir mannréttindum. Fræðsla um trúarbrögð og lífsskoðanir hefur nú fyrst og fremst menningarlegu og samfélagslegu hlutverki að gegna og er ætlað að miðla þekkingu og skilningi á eigin menningararfi og annarra og stuðla þannig að umburðarlyndi.
  Að vonum hafa breytingar þær sem orðið hafa á hugmyndafræðilegum grundvelli skyldunámsskólans og hlutverki kristindóms- og trúarbragðafræðslunnar valdið áköfum umræðum og margvíslegum átökum bæði innan þjóðþinga viðkomandi landa og utan og milli aðila sem töldu sig hafa hagsmuna að gæta. Ísland hefur þá sérstöðu að hér hefur þróunin orðið stórátakalaus og átök ólíkra stjórnmálaflokka um þróunina nær óþekkt, öfugt við samanburðarlöndin, Danmörku, Noreg og Svíþjóð.
  Rannsóknin leiðir í ljós að þrátt fyrir margvísleg sameiginleg einkenni og hefðir er verulegur munur milli landa á viðbrögðum við breyttri skipan mála og leiðum til að sætta ólík sjónarmið. Þá leiðir rannsóknin í ljós margvíslega sérstöðu Íslands, bæði að því er varðar lagaramma kristindóms- og trúarbragðafræðslunnar, þátttöku stjórnmálamanna í umræðunni og áhrif trúarhópa innan og utan þjóðkirkju á þróun mála.

  Abstract
  Great changes have occurred in the relations of the school system and the church during the past century, both as regarding the administration of compulsory schools, the supervision of education and the content of Christian teachings.
  This essay traces and analyses the situation and development of Christian and religious teachings within the Icelandic compulsory school system during the 20th century. An account is also given of the various relations between the schools and the church and how they have evolved. Developments in Iceland are then compared to those in Denmark, Norway and Sweden, as the order of educational and ecclesiastical matters has usually been similar in these countries. Attention is mainly drawn to the following: The administration of the schools and the part played in it by the church; the ideological basis of the schools; the status and development of Christian teachings and its connection with the baptism training of the church and the rights of both children and teachers to exemption from it.
  The countries in question have in common that at the beginning of the 20th century the administration and supervision of compulsory education was chiefly the responsibility of the established church and its servants. With the increased secularisation of these societies the administration of the schools and their supervision was gradually transferred to secular authorities.
  During the first part of the 20th century the objective of education in Denmark, Norway and Sweden, was, amongst other things, to bring children up to be Christian and able citizens. Thus, the schools’ role included religious upbringing. Even though such objectives were never verbalized in Icelandic legislation, they were almost certainly presupposed. This ideological basis of education in the three Nordic countries remained unchanged during most of the 20th century, while in Norway during the entire century.
  The status of Christian teachings, and their relation with the established churches and Evangelical-Lutheran testaments, was similar within the four countries at the beginning of the century. Christian teachings were interpreted as part of the baptism training of the established churches, with priests continuing to supervise them also after their departure from the administration of schools. These relations between Christian teachings in the schools and the baptism training of the church lasted for different periods in the four countries, in some of them lasting until the latter half of the century, and for the shortest period in Iceland. Iceland is unique in that Christian teachings in the schools were only loosely connected to the teaching of the established church during the first quarter century. Increasingly, during the last quarter of the century, the curricula in all four countries stated, in addition to Christian teachings, that there should be instruction in the other main religions and philosophies, while the latter has not been practiced in effect.
  Due to the connection of Christian teachings to the church, and its teachings, the parents of children outside the established church generally had the right to exemption for their children regarding this training. This right was different from one country to the other at different times, depending on the definition given to Christian teachings. In those countries where the schools had the role of bringing up the children in the Evangelical-Lutheran faith, the teachers, at first, were obliged to belong to the established church in the country in question, and, later, to undertake to teach Christian studies in keeping with its teachings. However, teachers were able to request exemption from such teaching. Iceland has never had any provisions for exemption, neither for pupils nor teachers, and there have been no statutory demands made on teachers to belong to the established church.
  At the close of the 20th century, teachings regarding Christianity and other religions and philosophies were entirely dependent on the premises of the school system in question. Currently, the ideological basis of compulsory schools in the Nordic Countries are the basic values of democracy, tolerance and respect for human rights. The training in religion and philosophy now serves, first and foremost, a cultural and societal purpose, intended to disseminate knowledge and understanding of our own and others’ cultural heritage and, thus, promote tolerance.
  As could be expected, the changes to the ideological basis of compulsory schools, and the role to be played by Christian and religious teachings brought about intense discussion and various conflicts, both within and outside national parliaments, and between interested parties. Iceland’s unique position is in this development has proved to be the cause of no great conflicts, and conflicts between political parties regarding this development is almost unheard of, in contrast to the countries with which we tend to compare ourselves: Denmark, Norway and Sweden.
  The study reveals that in spite of various common characteristics and traditions, there is a considerable difference between the countries in reactions to changing conditions and ways to reconcile different views. Then, the study reveals Iceland’s manifold uniqueness, both regarding the legal framework of Christian and religious teachings, the participation of politicians in the discussion, and the influence of religious groups, within and outside the established church, on current developments.

Athugasemdir: 
 • Menntunarfræði
Samþykkt: 
 • 26.8.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1796


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigPal_Kirkja-og-skoli_2.pdf2.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna