is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17960

Titill: 
 • Félagsleg þolmörk ferðaþjónustu. Viðhorf Íslendinga til ferðaþjónustu. Skynjuð áhrif á efnahag, samfélag og umhverfi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Það er mikilvægt er að Íslendingar hafi jákvætt viðhorf til ferðaþjónustu og styðji bæði ferðaþjónustu í landinu og áframhaldandi þróun í iðnaðnum. Jákvætt viðhorf heimamanna til ferðaþjónustu er lykilatriði fyrir sjálfbærni í þróun í ferðaþjónustuiðnaði og grundvallarþáttur í að skapa ferðamönnum gott umhverfi. Það er auk þess nauðsynlegt þegar skapa á jákvæða ímynd áfangastaðar og jákvætt umtal. Samskipti heimamanna og ferðamanna hafa áhrif á ánægju ferðamanna og endurteknar heimsóknir.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf Íslendinga til ferðaþjónustu og áframhaldandi þróunar á sviði ferðamála á Íslandi. Markmiðið var að skoða hvernig Íslendingar skynja áhrif ferðaþjónustu á efnahag, samfélag og umhverfi og meta hvort Íslendingar séu að nálgast félagsleg þolmörk. Framkvæmd var megindleg rannsókn og spurningalisti sendur með tölvupósti á 300 manns í hverjum landshluta, alls 2.400 manns. 704 tóku þátt og var svarhlutfall nokkuð jafnt eftir landsvæðum.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að Íslendingar eru almennt jákvæðir í garð ferðaþjónustu á Íslandi, langflestir styðja ferðaþjónustu í núverandi mynd og meirihluti segir ferðamenn sem koma til landsins hæfilega marga. Íslendingar skynja almennt meiri ávinning af ferðaþjónustu en kostnað og eru ekki búnir að ná félagslegum þolmörkum. Hins vegar var einungis rúmlega helmingur þátttakenda viss um að vilja áframhaldandi vöxt í ferðaþjónustu. Þar að auki skynja þeir kostnað af ferðaþjónustu og eru ekki sérlega ánægðir með stjórnun og skipulag ferðaþjónustu. Það er því sérstaklega mikilvægt að endurtaka rannsóknina með reglulegu millibili og fylgjast með breytingum á viðhorfi, þar sem það er líklegt til að breytast með áframhaldandi þróun í iðnaðnum. Mælist viðhorf neikvæðara á milli ára er það vísbending um hreyfingu í átt að félagslegum þolmörkum.
  Helstu takmarkanir rannsóknirnar eru þær að niðurstöðurnar eru háðar þeim staðhæfingum sem voru valdar og geta þær því vanrækt aðrar mikilvægar víddir. Þrátt fyrir það þykja niðurstöður gefa nokkuð góða mynd af viðhorfi Íslendinga til ferðaþjónustu.

Samþykkt: 
 • 9.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17960


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
_MS ritgerð-lokaskjal.pdf1.99 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna