is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17961

Titill: 
  • Staða grænlenskra barna. Áhættuþættir og afleiðingar misbrests
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um aðstæður barna á Grænlandi. Farið er yfir hversu algengt ofbeldi, bæði kynferðislegt og líkamlegt, og vanræksla er gagnvart grænlenskum börnum, hvaða ástæður liggja þar að baki og hvaða úrræði eru til staðar.
    Í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar hurfu Grænlendingar frá hefðbundnu inúítasamfélagi til nútímalegra hátta á ógnarhraða. Þær breytingar sem áttu sér stað ollu menningarlegri streitu sem jók tíðni heilsufarslegra og félagslegra vandamála. Þær samfélagslegu og menningarlegu breytingar sem Grænlendingar gengu í gegnum leiddu af sér misskiptingu, fátækt, heilsufarsvandamál, vandamál tengd áfengis- og vímuefnaneyslu, heimilisofbeldi, sjálfsvíg og misbrest í uppeldi og aðbúnaði barna en misbrestur er stærsta heilbrigðisvandamál Grænlendinga í dag. Þegar allir þeir þættir eru teknir saman sem hafa áhrif á tíðni misbrests gegn grænlenskum börnum leiðir það að þeirri niðurstöðu að vandinn er mestur í þorpum og á dreifbýlli svæðum. Þar er bæði formlegur og óformlegur stuðningur er minni en í þéttbýli, menntunarstig er lægra, fátæktin er meiri, færri nýta sér þau úrræði sem eru til staðar, erfitt er að ráða heilbrigðisstarfsfólk, færri menntaðir kennarar fást til starfa og áfengis- og kannabisneysla er tíðari. Á stöðum þar sem áhættuþættir eru margir og samfélagslegir innviðir slakir þurfa úrræði að vera til staðar en á Grænlandi eru í grunninn þrjár tegundir úrræða; fóstur, upptökuheimili og meðferðarheimili. Allar tegundir misbrests í uppeldi og aðbúnaði barna eiga sameiginlega þætti sem teljast til afleiðinga. Það eru þættir eins og neikvæð félagsleg hegðun, þunglyndi, einangrun, áfallastreituröskun, sjálfsvíg og sjálfsvígshugsanir, heilsufarsleg vandamál og áfengisvandi. Ljóst er að áframhaldandi samfélagslegra og félagslegra rannsókna er þörf til þess að skilja og skýra þá þróun sem hefur átt sér stað á Grænlandi og hvaða aðgerða hægt væri að grípa til, til þess að takast á við þær afleiðingar sem hafa gert vart við sig. Þar kemur félagsráðgjöf sem fræðigrein sér vel en samstaða er um að félagsráðgjafar byggi starfs sitt á faglegri þekkingu, fræðum og rannsóknum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17961


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Inga_Kristin_Graenlensk_born.pdf868.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna