is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17963

Titill: 
 • Hornhimnuígræðslur á Íslandi frá 1997 til 2014
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Hornhimnuígræðslur hafa verið framkvæmdar á Íslandi frá árinu 1981. Til eru nokkrar mismunandi aðferðir við framkvæmd hornhimnuígræðslu. Lengi vel var svonefnd fullþykktar hornhimnuígræðsla eina aðferðin sem framkvæmd var hér á landi. Á síðustu árum hefur vægi þeirrar aðferðar hins vegar minnkað með tilkomu ígræðslu á aftari hluta hornhimnunnar. Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt fram á hraðari sjónbata og minni hættu á höfnun í kjölfar ígræðslu á aftari hluta hornhimnu heldur en eftir fullþykktar hornhimnuígræðslu. Tilgangur þessa verkefnis er að lýsa ábendingum fyrir hornhimnuígræðslum og árangri þeirra á Íslandi á tímabilinu 1. janúar 1997 til 1. janúar 2014.
  Efniviður og aðferðir: Gerð var aftursýn rannsókn á 100 einstaklingum sem gengust undir hornhimnuígræðslur á Íslandi frá 1. janúar 1997 til 1. janúar 2014. Farið var yfir sjúkraskrár þeirra og helstu upplýsingum tengdum aðgerðinni safnað saman.
  Niðurstöður: Á tímabilinu voru framkvæmdar 133 hornhimnuígræðslur á 120 augum í 100 sjúklingum. Sjúklingarnir voru frá 14 til 95 ára og var meðalaldur 58 ár (miðgildi 62 ár). Algengustu ábendingar fyrir hornhimnuígræðslu voru innþekjuhrörnun Fuchs (28%), blöðrumyndun í útþekju hornhimnunnar í kjölfar innþekjubilunar (17%), arfgeng blettótt hornhimnuveiklun (11%) og keiluglæra (11%). Sjónskerpa sjúklinga fyrir aðgerð var að meðaltali 0,2, en 0,3 sex mánuðum eftir aðgerð og 0,5 þegar 24 mánuðir voru liðnir frá aðgerð. Sjónskerpa batnaði marktækt frá mælingu fyrir aðgerð samanborið við mælingar sex mánuðum (p<0,0001) og 24 mánuðum (p<0,0001) eftir aðgerð. Helstu fylgivillar sem komu fram í kjölfar hornhimnuígræðslu voru höfnun og gláka eða aukinn augnþrýstingur sem brugðist var við með meðferð með þrýstingslækkandi augndropum.
  Ályktanir: Árangur hornhimnuígræðslna er góður hér á landi og bætir sjón þeirra sem undir þær gangast. Þeir sjúklingar sem hafa arfgenga blettótta hornhimnuveiklun eða keiluglæru sem ábendingu fyrir aðgerð koma hvað best út úr aðgerðunum. Árangur fullþykktar hornhimnuígræðslna og ígræðslna á aftari hluta hornhimnu var svipaður að teknu tilliti til fylgikvilla og sjónskerpu eftir aðgerð.

Samþykkt: 
 • 9.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17963


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hornhimnuígræðslur á Íslandi - Ritgerð.pdf693.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna