en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/17966

Title: 
  • Title is in Icelandic Andfélagsleg og afbrotahegðun barna: Áhættuþættir og úrræði
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangur þessarar heimildaritgerðar er að svara rannsóknarspurningunum hvaða áhættuþættir liggja að baki andfélagslegri og afbrotahegðun barna og hvaða úrræði Barnaverndarstofa hefur fyrir umræddan hóp. Áhættuþættirnir flokkast undir tvenns konar flokka, það er einstaklingsþættir og fjölskyldu- og umverfisþættir. Einstaklingsþættir eru þeir sem snúa að persónuleika barns, það er greindarvísitala, skapgerð, samkennd og hvatvísi. Fjölskylduþættir fjalla um uppeldi og hegðun foreldra og einnig vandamál innan fjölskyldna sem getur haft áhrif á hvort barn tileinki sér andfélaga og/eða afbrotahegðun. Umhverfisþættirnir eru þeir þættir í umhverfi barns sem geta ýtt undir að það tileinki sér umrædda hegðun, það er meira um ofbeldi og afbrot í hverfum en almennt er og jafningjaáhrif. Hvað varðar úrræðin þá einskorðast þau við úrræði Barnaverndarstofu og ástæðan fyrir því var að þrengja þurfti efnið að vissu marki.
    Niðurstaða ritgerðinnar er sú að úrræði Barnaverndarstofu sem fer fram á heimavelli barna, það er fjölkerfameðferðin MST, hefur sýnt fram á góðan árangur, sem og úrræðið PMTO-foreldrafærni. Hins vegar þarf að finna betra úrræði fyrir ungmenni með fjölþættan vanda, það er hegðunarerfiðleikar og vímuefnaneysla. Jafnframt þarf að ákveða hvar sakhæfu ungmennin eiga að afplána sína dóma. Í umræðunni hefur meðferðarheimilið Háholt verið vænlegasti kosturinn. Þetta er liður í þeim aðgerðum að koma til móts við skilmála Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur var hér á landi snemma árs 2013, að börn eigi ekki að afplána dóm sinn með fullorðnum. Notast er við heimildir á borð við rannsóknir á áhættuþáttum andfélagslegrar og afbrotahegðun barna og einnig ársskýrslum Barnaverndarstofu.

Accepted: 
  • May 9, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17966


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Andfélagsleg og afbrotahegðun PDF.pdf673.68 kBOpenHeildartextiPDFView/Open