Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17968
Sveitarfélög eru staðbundnar rekstrareiningar sem fást við margskonar þjónustu við einstaklingana sem í þeim búa. Sérstaða þeirra meðal rekstrarforma stafar einkum af lýðræðislegum grundvelli þeirra sem felst í að veita borgurunum aðgang að tækifærum til þátttöku og áhrifa í stjórnmálum. Það er m.a. á þeim grunni sem tilvist sveitarfélaga er byggð, með það að markmiði að íbúarnir fá tækifæri til að hafa áhrif á stjórn þeirra málefna sem standa þeim næst. Í ritinu eru hagræðingarleiðir sveitarfélaga til umfjöllunar og reynt að varpa ljósi á ólíkar hliðar sameiningar- og samvinnuleiða. Á grundvelli fræðilegrar umfjöllunar á viðfangsefninu og eigindlegrar rannsóknar er tekin afstaða til þess hvor leiðin sé hentugri til að auka hagkvæmni og bolmagn sveitarfélaga á Snæfellsnesi á kostnað lýðræðishallans sem þær hafa í för með sér. Báðar leiðirnar eru farnar með það að markmiði að bæta þjónustu, reka hana hagkvæmar eða þá að geta yfir höfuð veitt hana. Niðurstöður ritsins eru nokkuð afgerandi sýna að sameining er fýsilegri kostur til þess að efla bæði þjónustu og bolmagn sveitafélaganna. Enn fremur gefa niðurstöður til kynna að sameiningarleiðin sé betur til þess fallin að tryggja eðlilega framgöngu fulltrúalýðræðis á vettvangi sveitarstjórnarmála.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hagræðingarmöguleikar sveitarfélaga á Snæfellsnesi - Samstarf eða sameining.pdf | 1.55 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |