is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17972

Titill: 
  • Miðaldaarfur í nútímabókmenntum. Sagnaminni miðalda í Söng íss og elds
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaritgerð í grunnnámi í íslensku við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni verður fjallað um hvernig frásagnarminni miðalda birtast bókaflokknum Söngur íss og elds eftir George R.R. Martin. Í inngangi ritgerðarinnar verða sagnaminni skilgreind og bókaflokkurinn Söngur íss og elds kynntur til sögunnar, uppbygging bókanna verður útskýrð og verður fjallað um bókmenntastefnurnar rómantík og raunsæi í tengslum við miðaldaheim bókanna. Í næstu köflum verða sagnaminnin sem eru til umfjöllunar tekin fyrir, eitt af öðru, þar sem notkun þeirra í Söng íss og elds verður borin saman við notkun minnanna í sögum frá miðöldum með því að taka dæmi úr bæði Söngur íss og elds og miðaldasögum til að sýna fram á mun og mismun í notkun sömu frásagnarminna. Þau minni sem verða tekin sérstaklega fyrir eru fóstbræðralag, meykóngar, konungsbörn á flótta, kraftur úr dýrum og hin dæmigerða hetja og þær sögur sem aðallega verður stuðst við til samanburðar er Nítíða saga varðandi fóstbræðralag og meykónga, Sverris saga og Ragnars saga loðbrókar um konungsbörn á flótta, Hrólfs saga kraka um kraft úr dýrum og hinar dæmigerðu hetjur í Hrólfs sögu kraka, Völsunga sögu og Brennu-Njáls sögu. Í lokakaflanum er samantekt um frásagnarminni í raunsæju ljósi nútímans þar sem talað er um hvernig sjónarhorn nútímans á miðaldaaðstæður afbyggir sagnaminnin.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17972


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-uppkast2.pdf628.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna