is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17973

Titill: 
 • Ífarandi sýkingar af völdum Bacillus tegunda á Landspítala, árin 2006-2013
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Ættkvíslin Bacillus er margar tegundir loftháðra eða valbundið loftfælinna Gram-jákvæðra stafa. Þekkt er myndun lífhimna og við erfið vaxtarskilyrði getur bakterían myndað gró. Að B. anthracis undanskildum er ættkvíslin talin með litla meinvirkni og var því lengi vel álitin mengun ef ræktun reyndist jákvæð. Nú er slíkt litið öðrum augum. Algengast er að B. cereus valdi sýkingum og sem aukaleikari getur hann gert sýkingarástand verra með því að framleiða vefjaskemmandi eitur eða þá ensím eins og beta-laktamasa. Ekki er vitað um þátt bakteríunnar í ífarandi sýkingum á Landspítalanum á undanförnum árum.
  Efniviður og aðferðir: Allar jákvæðar ífarandi (blóð, liðvökvi, mænuvökvi) ræktanir af Bacillus sp á Landspítalanum frá 1. janúar 2006 til 31. desember 2013 voru kannaðar. Upplýsingar fengust úr GLIMS (tölvuskráningarkerfi Sýklafræðideildar) og Sögu (sjúkraskráningakerfi Landspítalans) og voru skráðar í FileMaker en síðar í Excel og tölfræðiforritið R. Mat á því hvort sýkillinn teldist mengun, mögulegur eða sýkingavaldur byggðist á klínísku mati hóps leiðbeinenda, mati meðferðarlækna skv. sjúkraskrá, fjölda jákvæðra ræktunarsýna og hvort önnur ljós eða líkleg skýring væri á einkennum.
  Niðurstöður: Alls voru 97 einstaklingar á tímabilinu greindir með jákvæða ífarandi ræktun með Bacillus. Hjá 91 ræktaðist bakterían úr blóði og sjö úr liðvökva (í blóði og liðvökva hjá einum sjúklingi). Aldursbil var 0 - 88 ár og hlutfall karla/kvenna var 64/33. 12 tilvik voru talin sýking, 15 möguleg sýking og 70 mengun. Sprautufíkn var undirliggjandi ástand í 6/12 tilfellum sjúklinga með sýkingu og í 3/15 tilfellum hjá sjúklingum með mögulega sýkingu. Önnur undirliggjandi vandamál hjá þessum hópum, sem og þeim sjúklingum sem ekki voru taldir með sýkingu, voru m.a krabbamein og læknisfræðileg inngrip. Hjá þeim sem taldir voru með sýkingu ræktaðist bakterían í fleiri en einu blóðræktunarsetti (2 kolbum) í 9/12 tilfellum og í 1/15 tilfellum hjá sjúklingum með mögulega sýkingu (oft var einungis tekið eitt sett). Engar aðrar bakteríur ræktuðust frá blóði meðal sýkingarhópsins en í 1/15 mögulegum sýkingartilfellum. Í öllum sýkingatilfellum og 13/15 mögulegum tilfellum var bakterían ónæm fyrir penicillíni en í 62,7% (42/67) tilvika þar sem hún var ekki talin völd að sýkingu (p= 0.002567, Fischer exact test).
  Ályktanir: Vegna þess eiginleika að geta lifað í gríðarlega fjölbreyttu umhverfi, myndað lífhimnur og beta-laktamasa er mikilvægt að sofna ekki á verðinum þegar grunur um ífarandi Bacillus sýkingu vaknar og þá sérstaklega þegar sjúklingar þjást af sprautufíkn

Samþykkt: 
 • 9.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17973


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf990.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
AKG_BS.pdf1.87 MBLokaðurYfirlýsingPDF