is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17974

Titill: 
  • Bushidō: Uppspuni, áróður eða siðfræði?
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
  • Maí 2014
Útdráttur: 
  • Hið japanska bushidō er vel þekkt orð á Vesturlöndum. Almennt er það útlagt sem „vegur samuraians“ eða „leið stríðsmannsins“ eins og þar væri um háfleyga og margbreytilega hugmyndafræði að ræða. Margbreytileiki er eflaust hið eina sem hægt er að staðhæfa með einhverri vissu. Orðið bushidō hefur verið lofað og lastað allt frá því að það smaug sér inn í menningarvitund manna snemma á 20. öldinni. Japanskir öfgaþjóðernissinnar í lok Meiji tímans (1868 – 1912) gripu orðið á lofti sem einhvers konar slagorð siðgæðis sem átti að hvetja alla þjóðina til að sýna hinum heilaga keisara og þjóðföður skilyrðislausa tryggð. Með því að beita menntakerfinu til að innræta ungdómi landsins þjóðernisvitund og hollustu við keisarann leiddi það af sér hernaðarhyggju. Bushidō hefur verið kennt um þessa þróun þrátt fyrir að efast hafi verið um trúverðugleika orðsins og það talið rómantískur skáldskapur ofstækisfullrar þjóðar sem vissi ekki hvort hún væri að glata einkennum sínum í ofsahraða tækni- og vesturvæðingar.
    Ýmsir fræðimenn, eins og Nitobe Inazō, voru á þeirri skoðun að sál japönsku þjóðarinnar væri best lýst með orði eins og bushidō en í því felst óneitanlega ákveðin smættun. Nitobe hélt því fram að siðferði þjóðar sinnar væri að finna í bushidō; þó hélt hann fyrst um sinn að hann sjálfur hefði fundið upp á orðinu. Bushidō kom fyrst á sjónarsviðið öldum áður en Nitobe Skrifaði bók sína Bushidō: The Soul of Japan. Hugtakið bushidō komst aldrei í almenna notkun meðal samuraija. Í raun var engin sameiginleg hugmyndafræði lýsandi fyrir siðfræðilegar hugmyndir þeirra, utan við hugsanlega zen búddisma og nýkonfúsíanisma. Þrátt fyrir það er eflaust algengasta sýn fólks á samuraium að finna í sögunni um Chūshingura eða hina 47 samuraija sem fóru gegn vilja stjórnvalda til að koma fram hefndum. Spurningin er því sú hvort bushidō sé uppspuni fræðimanna 20. aldar, áróður þjóðernis- og hernaðarsinna eða siðfræði stríðstéttar sem ríkti yfir japönsku þjóðinni í rúm 700 ár. Ritgerð þessi leitast við að svara þeirri spurningu.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17974


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Baldur Sigurgeirsson BA í Austur-Asíufræðum.pdf313.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna