Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17983
Ritgerðin fjallar um tengslamyndun barna á fyrsta ári og möguleg áhrif þess ef barn er sett í fóstur á þeim tíma. Tengslamyndun barns í frumbernsku er talin leggja grunn að því hvernig því tekst að mynda tengsl við aðra í framtíðinni. Kenningar sýna einnig fram á hve mikilvægt er að börn hafi sem fæsta umönnunaraðila á þessu tímabili. Barn sem sætir vanrækslu eða ofbeldi af hendi foreldra sinna tengist þeim síður á eðlilegan hátt en byggir frekar upp vantraust gagnvart þeim og öðrum í umhverfinu. Fóstur er algengt úrræði barnaverndarnefndar þegar barn getur ekki verið í umsjá foreldra sinna. Oft er um að ræða tilfinningalega og/eða félagslega erfiðleika foreldra þegar barnaverndarnefnd þarf að grípa til slíkra úrræða. Samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga skal alltaf láta reyna á stuðning við foreldra áður en gripið er til jafn afdrifaríkra aðgerða og að setja barn í fóstur. Markmið þessarar ritgerðar er að fræða þann sem kann að lesa ritgerðina um fósturúrræði og áhrif þess á tengslamyndun barna á fyrsta ári. Mikið hefur verið skrifað um börn í fóstri og mikilvægi þess að stöðugleiki sé í umönnun barna. Í barnaverndarlögum er einnig kveðið á um mikilvægi þess að börn upplifi stöðugleika. Það er því athyglisvert að skoða hvaða áhrif það hefur þegar barn fer milli umönnunaraðila á þessum tíma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Börn í fóstri pdf.pdf | 764,67 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |