is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17984

Titill: 
 • Áhrif sparnaðar á greiningu blóðsýkinga á Barnaspítala Hringsins
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Árið 2008 hófst mikil efnahagskreppa á Íslandi. Ýmsar rannsóknir bæði hérlendis og víðar hafa skoðað hvaða áhrif slíkar kreppur hafa á lýðheilsu, meðal annars á smitsjúkdóma. Ekki hefur verið rannsakað hvaða áhrif fækkun blóðræktana vegna sparnaðar hefur á framgang sýkinga og meðferð. Blóðsýkingar geta verið sérlega skæðar í börnum og haft margbreytilega birtingarmynd og þar eru blóðræktanir mikilvægt greiningartæki. Fjárveitingar til Landspítalans hafa minnkað vegna kreppunnar og samhliða hefur blóðræktunum fækkað. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort fækkunin hefur haft áhrif á greiningu blóðsýkinga, meðferð þeirra og horfur á Barnaspítala Hringsins.
  Efniviður og aðferðir: Rannsakaðar voru framkvæmdar blóðræktanir með beiðni frá Barnaspítalanum frá 1. janúar 2007 til 31. desember 2012. Jafnframt voru legur, andlát og ICD-greiningar á Barnaspítalanum skoðaðar. Um er að ræða aftursýna rannsókn og fengust gögn úr gagnagrunni sýklafræðideildar Landspítalans (GLIMS), vöruhúsi gagna og Þjóðskrá. Fjöldi blóðræktana var skoðaður eftir niðurstöðum, árum, aldurshópum sjúklinga og deildum.
  Niðurstöður: Teknar voru 5786 blóðræktanir úr 3948 sjúklingum á tímabilinu - flestar frá Bráðamóttöku barna og Vökudeild. Fækkun blóðræktana milli ára var marktæk frá árinu 2008, bæði meðal jákvæðra og neikvæðra ræktana. Mesta fækkunin var innan Bráðamóttökunnar. Hlutfall jákvæðra blóðræktana af öllum ræktunum breyttist ekki marktækt milli ára nema að minnkun varð á Vökudeild. Algengustu ræktuðu bakteríurnar voru kóagúlasa-neikvæðir klasakokkar. Helstu sýkingavaldar voru S. pneumoniae, E. coli og S. aureus. S. pneumoniae-ræktunum fækkaði með tímanum niður í núll árið 2012. Dánartíðni á Barnaspítalanum breyttist ekki marktækt milli ára. Almenn sýklalyfjanotkun jókst með tímanum og blóðsýkingatengdum ICD-greiningum fækkaði ekki.
  Ályktun: Samkvæmt þeim viðmiðum sem unnið var með benda niðurstöðurnar til vangreiningar blóðsýkinga vegna fækkunar blóðræktana, mest á Bráðamóttökunni. Neikvæð áhrif á dánartíðni sáust þó ekki. Aukning varð á sýklalyfjanotkun á tímabilinu sem gæti aukið áhættu á sýklalyfjaónæmi. Mengun er algeng í blóðræktunum frá Barnaspítala Hringsins, sérstaklega úr nýburum. Nauðsynlegt er að skoða fækkun blóðræktana á öllum deildum Landspítala til að ákvarða frekari áhrif kreppunnar á greiningu blóðsýkinga.

Samþykkt: 
 • 9.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17984


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif sparnaðar á greiningu blóðsýkinga á Barnaspítala Hringsins - Jón Magnús Jóhannesson.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Vegna greinarskrifa í framtíðinni verður aðgangur að henni lokaður tímabundið.