is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17985

Titill: 
  • Greining á samrýmanleika landnotkunar frístundabyggða við stefnumörkun stjórnvalda er varðar náttúruminjar, með áherslu á Suðurland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að greina samrýmanleika landnotkunar frístundabyggða í sveitarfélögum á Suðurlandi, við lög og reglugerðir og aðra stefnumörkun stjórnvalda er varða náttúruminjar. Tilgangur greiningarinnar er að fá svar við þeirri spurningu hvort landnotkun frístundabyggða í ofangreindum sveitarfélögum samrýmist þeim lögum og reglugerðum er varða málaflokkinn sem og þeirri stefnumótun er sett hefur verið fram af íslenskum stjórnvöldum. Á Íslandi eru skv. nýjustu upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands (2013) vel yfir 12 þúsund frístundahús, nánar tiltekið 12607. Í ritgerðinni er gefið yfirlit um þróun frístundabyggða og fjölda þeirra. Jafnframt er farið yfir og gerð greining á þeim útfrá lögum og reglugerðum og annarri stefnumörkun stjórnvalda, er varðar landnotkun frístundabyggða. Áætlanir og þegar byggðar frístundabyggðir í samþykktum aðalskipulögum sveitarfélaga á Suðurlandi eru skoðaðar og greindar hvað varðar landnotkun. Í ritgerðinni eru síðan fimm mismunandi frístundabyggðasvæði í þremur sveitarfélögum greind nánar. Valin voru frístundabyggðasvæði sem voru deiliskipulögð og samþykkt eftir að lög nr. 44/1999 um náttúruvernd tóku gildi. Í 37. gr. þeirra kemur fyrst fram að vissar jarðmyndanir og vistgerðir njóti sérstakar verndar og að forðast skuli röskun þeirra eins og kostur er. Gróðurkort fyrir þau svæði þar sem ofangreindar fimm frístundabyggðir eru staðsettar voru skoðuð og svæðin heimsótt. Næst var farið yfir niðurstöðurnar og svar fengið við megin rannsóknarspurningunni þ.e. „er samrýmanleiki milli landnotkunar frístundabyggða og stefnumörkunar stjórnvalda er varðar náttúruminjar.“ Markverðustu niðurstöður greiningarinnar eru þær að eftir árið 1999 hafa verið samþykktar frístundabyggðir á svæðum sem ættu skv. lögum, reglugerðum og stefnumótun stjórnvalda að njóta sérstakrar verndar og þeim hefði þar af leiðandi átt að hlífa við framkvæmdum og öðru raski.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17985


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð KSJ, Greining á samrýmanleika landnotkunar frístundabyggða við stefnumörkun osfrv.pdf6.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna